Kynjajafnrétti og Hæstiréttur Ragnheiður Bragadóttir og Brynhildur G. Flóvenz skrifar 30. september 2015 07:00 Nú í ár hefur þess verið minnst að 100 ár eru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Jafnframt eru tæp 40 ár síðan fyrst voru sett hér lög um jafnrétti karla og kvenna. Tilgangur laga um það efni hefur ætíð verið sá að konur og karlar nytu fullkomins jafnréttis á öllum sviðum þjóðfélagsins. Á undanförnum dögum hefur bæði skipan dómnefndar til þess að meta hæfni umsækjenda um embætti dómara, skv. 1. mgr. 4. gr. a laga nr. 15/1998 um dómstóla, og niðurstaða nefndarinnar um hæfni þeirra einstaklinga er sóttu um embættið vakið verðskuldaða athygli. Nefnd, sem eingöngu er skipuð körlum, kemst að þeirri niðurstöðu að annar karlanna af þremur hæfum umsækjendum um embætti hæstaréttardómara sé hæfastur til að gegna embættinu og þar með hæfari en eina konan sem sótti um. Hin karllæga skipun nefndarinnar er réttlætt með því að jafnréttislög taki ekki til nefndar þessarar. Fastskipaðir hæstaréttardómarar eru nú 8 karlar og 1 kona. Þessi túlkun laga um dómstóla og jafnréttislög getur ekki gengið upp. Hér þarf engin flókin lagarök. Það er svo sjálfsagt að jafnréttislög gildi um öll svið samfélagsins að það er hafið yfir allan vafa enda verður að túlka lög í samræmi við tilgang þeirra. Það má heldur ekki gleymast að lögin eiga að þjóna samfélaginu, samfélagi hér á Íslandi þar sem karlar og konur eiga að njóta fullkomins jafnréttis. Önnur túlkun laganna er andstæð heilbrigðri skynsemi og ákvæðum stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna. Það hefur reynst erfitt að finna heppilega aðferð við skipan dómara. Að láta slíkt vald algerlega í hendur stjórnmálamanna tryggir ekki sjálfstæði dómstólanna. Að láta dómendum það sjálfum í hendur, sem er sú leið sem farin hefur verið frá 2010, hefur heldur ekki reynst gallalaus.Endurspegli samfélagið Í lögunum er þó sá varnagli að ráðherra getur borið málið undir Alþingi. Hafi einhvern tíma verið ástæða til að nota þá heimild er hún nú fyrir hendi. Skipan æðsta dómstóls landsins verður að endurspegla það samfélag sem við búum í. Langt er síðan hlutföll kynjanna í laganámi urðu jöfn og á undanförnum áratugum hefur fjöldi kvenna lokið laganámi og öðlast starfsreynslu sem er fyllilega sambærileg reynslu karla. Því er enginn hörgull á konum sem eru hæfar til að taka sæti í nefnd um dómarastörf og til að gegna embætti hæstaréttardómara. Það kynjamisrétti sem í þessu máli hefur komið skýrt í ljós er síst til þess fallið að auka traust almennings á dómstólum, en hvergi á Norðurlöndum ber almenningur jafnlítið traust til dómstóla og á Íslandi. Það er von okkar að löggjafi og framkvæmdarvald sýni í verki að á Íslandi sé jafnrétti kvenna og karla tryggt í reynd með því að gera nauðsynlegar breytingar á ákvæðum um skipan dómara í dómstólalögum sem tryggi eðlilega skipan nefndar um dómarastörf og láti reyna á ákvæði núgildandi laga um aðkomu Alþingis við skipan dómara. 100 ára afmælis þess mikilvæga áfanga að konur á Íslandi fengu kosningarétt verður ekki betur minnst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nú í ár hefur þess verið minnst að 100 ár eru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Jafnframt eru tæp 40 ár síðan fyrst voru sett hér lög um jafnrétti karla og kvenna. Tilgangur laga um það efni hefur ætíð verið sá að konur og karlar nytu fullkomins jafnréttis á öllum sviðum þjóðfélagsins. Á undanförnum dögum hefur bæði skipan dómnefndar til þess að meta hæfni umsækjenda um embætti dómara, skv. 1. mgr. 4. gr. a laga nr. 15/1998 um dómstóla, og niðurstaða nefndarinnar um hæfni þeirra einstaklinga er sóttu um embættið vakið verðskuldaða athygli. Nefnd, sem eingöngu er skipuð körlum, kemst að þeirri niðurstöðu að annar karlanna af þremur hæfum umsækjendum um embætti hæstaréttardómara sé hæfastur til að gegna embættinu og þar með hæfari en eina konan sem sótti um. Hin karllæga skipun nefndarinnar er réttlætt með því að jafnréttislög taki ekki til nefndar þessarar. Fastskipaðir hæstaréttardómarar eru nú 8 karlar og 1 kona. Þessi túlkun laga um dómstóla og jafnréttislög getur ekki gengið upp. Hér þarf engin flókin lagarök. Það er svo sjálfsagt að jafnréttislög gildi um öll svið samfélagsins að það er hafið yfir allan vafa enda verður að túlka lög í samræmi við tilgang þeirra. Það má heldur ekki gleymast að lögin eiga að þjóna samfélaginu, samfélagi hér á Íslandi þar sem karlar og konur eiga að njóta fullkomins jafnréttis. Önnur túlkun laganna er andstæð heilbrigðri skynsemi og ákvæðum stjórnarskrár um jafnrétti kynjanna. Það hefur reynst erfitt að finna heppilega aðferð við skipan dómara. Að láta slíkt vald algerlega í hendur stjórnmálamanna tryggir ekki sjálfstæði dómstólanna. Að láta dómendum það sjálfum í hendur, sem er sú leið sem farin hefur verið frá 2010, hefur heldur ekki reynst gallalaus.Endurspegli samfélagið Í lögunum er þó sá varnagli að ráðherra getur borið málið undir Alþingi. Hafi einhvern tíma verið ástæða til að nota þá heimild er hún nú fyrir hendi. Skipan æðsta dómstóls landsins verður að endurspegla það samfélag sem við búum í. Langt er síðan hlutföll kynjanna í laganámi urðu jöfn og á undanförnum áratugum hefur fjöldi kvenna lokið laganámi og öðlast starfsreynslu sem er fyllilega sambærileg reynslu karla. Því er enginn hörgull á konum sem eru hæfar til að taka sæti í nefnd um dómarastörf og til að gegna embætti hæstaréttardómara. Það kynjamisrétti sem í þessu máli hefur komið skýrt í ljós er síst til þess fallið að auka traust almennings á dómstólum, en hvergi á Norðurlöndum ber almenningur jafnlítið traust til dómstóla og á Íslandi. Það er von okkar að löggjafi og framkvæmdarvald sýni í verki að á Íslandi sé jafnrétti kvenna og karla tryggt í reynd með því að gera nauðsynlegar breytingar á ákvæðum um skipan dómara í dómstólalögum sem tryggi eðlilega skipan nefndar um dómarastörf og láti reyna á ákvæði núgildandi laga um aðkomu Alþingis við skipan dómara. 100 ára afmælis þess mikilvæga áfanga að konur á Íslandi fengu kosningarétt verður ekki betur minnst.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar