Fótbolti

Notkun ólöglegra lyfja útbreidd hjá fótboltamönnum í fremstu röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn í Meistaradeild Evrópu gerðust hugsanlega sekir um ólöglega lyfjanotkun.
Leikmenn í Meistaradeild Evrópu gerðust hugsanlega sekir um ólöglega lyfjanotkun. vísir/getty
Samkvæmt frétt The Sunday Times er notkun ólöglegra lyfja útbreidd hjá fótboltamönnum á hæsta getustigi.

UEFA, knattspyrnusamband UEFA, lét gera rannsókn á notkun ólöglegra lyfja hjá fótboltamönnum í fremstu röð og grunur lék á að 68 af 879 leikmönnum sem fóru í lyfjapróf hefðu óhreint mjöl í pokahorninu.

Lyfjaprófin voru tekin á árunum 2008-13 en leikmenn sem spiluðu í Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og á Evrópumóti landsliða fóru í þessi lyfjapróf.

Eins og áður sagði lék grunur á að alls 7,7% þessara leikmanna hefðu haft rangt við og notað efni sem eru á bannlista UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×