Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Hinrik Wöhler skrifar 6. nóvember 2025 21:10 Arnór Snær Óskarsson er mættur aftur í Olís-deildina og var ekki lengi að láta að sér kveða. Getty/Harry Langer Valur sigraði Fram örugglega í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Leikurinn endaði 36-27 og með sigrinum eru Valsmenn komnir við hlið Hauka í öðru sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur en til að byrja með var jafnræði með liðunum og var jafnt á öllum tölum. Arnór Snær Óskarsson byrjaði af miklum krafti í sóknarleik Vals og var atkvæðamikill. Staðan var 10-10 þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður, en þá stigu gestirnir á bensíngjöfina. Fram lék sjö á sex í sókninni en átti erfitt með að opna sterka vörn Vals. Í þau skipti sem Framarar náðu að skapa sér góð færi reyndist Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, erfiður viðureignar. Valsmenn voru fljótir að refsa og skoruðu auðveld mörk í autt mark Fram. Þar á meðal var Björgvin Páll atkvæðamikill, hann skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og var meðal markahæstu manna liðsins í hálfleik. Eini ljósi punktur Fram í fyrri hálfleik var vinstri hornamaður liðsins, Theodór Sigurðsson, sem skoraði sjö mörk úr horninu og af vítalínunni. Það dugði þó skammt og leiddu Valsmenn 21-14 í hálfleik. Heimamenn komu ágætlega inn í seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú mörk í röð með stuttu millibili og staðan varð 22-17. Nær komust þeir þó ekki. Valsmenn gáfu aftur í, með Arnór Snæ í fararbroddi í sókninni, og komust í tíu marka mun, 30-20, þegar Þorvaldur Örn Þorvaldsson skoraði af línunni um miðbik seinni hálfleiks. Síðustu 15 mínútur leiksins einkenndust af því að liðin byrjuðu að rúlla á hópnum og leyfðu lykilleikmönnum að kasta mæðinni. Max Emil Stenlund átti góða innkomu hjá Fram og skoraði fimm mörk með stuttu millibili í seinni hálfleik, en það dugði ekki til fyrir heimamenn. Leikurinn endaði með sannfærandi níu marka sigri Vals, 36-27. Atvik leiksins Valur gekk frá leiknum á fimm mínútum undir lok fyrri hálfleiks þegar liðið skoraði fimm mörk í röð og komst í 20-13. Þar á meðal skoraði Björgvin Páll Gústavsson tvisvar yfir allan völlinn í autt markið. Valsmenn refsuðu Frömurum fyrir klaufaleg mistök og voru með sigurinn gott sem vísan þegar liðin gengu til búningsherbergja. Stjörnur og skúrkar Títtnefndur Arnór Snær Óskarsson skoraði ellefu mörk í kvöld og klikkaði aðeins á einu skoti. Hann var lykilmaður í sókninni, þar sem hann skoraði að vild og lagði upp fyrir samherja sína. Björgvin Páll Gústavsson stóð vaktina vel í markinu, sérstaklega framan af leik, og bætti um betur með því að skora þrjú mörk yfir allan völlinn. Theodór Sigurðsson var sprækur hjá heimamönnum í fyrri hálfleik, en máttarstólpar Fram fundu sig ekki í kvöld. Rúnar Kárason lét lítið fyrir sér fara í skyttunni og Erlendur Guðmundsson fékk rautt spjald í seinni hálfleik fyrir ljótt brot. Munurinn lá þó fyrst og fremst í slökum varnarleik Fram og lítilli markvörslu bróðurpart leiksins. Dómarar Framarar geta ekki kennt Ramunas Mikalonis og Þorleifi Björnssyni um stórt tap í kvöld. Dómaratvíeykið dæmdi leikinn af vel og hafði góð tök á leiknum. Þeir gáfu leikmanni Fram, Erlendi Guðmundssyni, réttilega rautt spjald þegar hann greip í hönd Arnórs Snæ í þann mund sem hann ætlaði að skjóta. Stemning og umgjörð Stemningin í Lambhagahöllinni var með rólegasta móti. Leikurinn var ekki sérlega mikið fyrir augað, sérstaklega þegar leið á og ljóst var að stefndi í stórsigur Vals. Viðtöl Ágúst: „Spiluðum þetta faglega út í gegn“ Ágúst Jóhannsson og lærisveinar hans voru í miklu stuði í Lambhagahöllinni í kvöld.vísir/Anton Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var einkar ánægður með frammistöðu sinna manna í Úlfarsárdal í kvöld. Hann segir að allir leikmenn hafi skilað sínu hlutverki vel og var sér í lagi ánægður með spilamennsku liðsins þegar Fram lék sjö á móti sex. „Fyrst og fremst ánægður með frammistöðuna. Þetta var liðsframmistaða, margir að spila vel og varnarleikurinn góður. Báðir markmenn, Bjöggi og Jens, mjög sterkir fyrir aftan og náðum að keyra vel á þá. Við refsuðum vel þegar þeir spiluðu sjö á sex. Mér fannst við vera með góð tök á þessu og spiluðum þetta faglega út í gegn.“ „Við náðum að rúlla þessu vel og margir ungar strákar að koma inn og skiluðu sínu hlutverki mjög vel. Ég er mjög sáttur með tvo punkta og frammistöðuna,“ sagði Ágúst eftir leik. Ágúst segir að þeir hafi farið hægt af stað og verið í vandræðum með sóknarleik Fram, en þegar markvarslan small tókst þeim að refsa heimamönnum. „Við vorum í vandræðum aðeins til að byrja með. Við vorum búnir fyrir það að við fengjum þetta á okkur [sjö á sex]. Við vorum aðeins í vandræðum fyrstu mínúturnar en síðan náðum við að loka fyrir það og láta þá skjóta þeim skotum sem við vildum. Bjöggi var að taka góða bolta og við náðum að refsa.“ Þjálfarinn var að vonum ánægður með stórleik Arnórs Snæ í hægri skyttunni og segir það mikinn styrk að fá leikmanninn á Hlíðarenda út tímabilið. „Frábær leikmaður og uppalinn í Val. Gott að fá hann heim þó það sé bara út þetta tímabil, það verður að koma í ljós. Frábær leikmaður og liðsfélagi.“ Ágúst var spurður að lokum hvort fleiri leikmenn væru á leiðinni, en hann kvað ekkert vera ákveðið í þeim efnum. Olís-deild karla Fram Valur
Valur sigraði Fram örugglega í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Leikurinn endaði 36-27 og með sigrinum eru Valsmenn komnir við hlið Hauka í öðru sæti deildarinnar. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur en til að byrja með var jafnræði með liðunum og var jafnt á öllum tölum. Arnór Snær Óskarsson byrjaði af miklum krafti í sóknarleik Vals og var atkvæðamikill. Staðan var 10-10 þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður, en þá stigu gestirnir á bensíngjöfina. Fram lék sjö á sex í sókninni en átti erfitt með að opna sterka vörn Vals. Í þau skipti sem Framarar náðu að skapa sér góð færi reyndist Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, erfiður viðureignar. Valsmenn voru fljótir að refsa og skoruðu auðveld mörk í autt mark Fram. Þar á meðal var Björgvin Páll atkvæðamikill, hann skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og var meðal markahæstu manna liðsins í hálfleik. Eini ljósi punktur Fram í fyrri hálfleik var vinstri hornamaður liðsins, Theodór Sigurðsson, sem skoraði sjö mörk úr horninu og af vítalínunni. Það dugði þó skammt og leiddu Valsmenn 21-14 í hálfleik. Heimamenn komu ágætlega inn í seinni hálfleikinn og skoruðu þrjú mörk í röð með stuttu millibili og staðan varð 22-17. Nær komust þeir þó ekki. Valsmenn gáfu aftur í, með Arnór Snæ í fararbroddi í sókninni, og komust í tíu marka mun, 30-20, þegar Þorvaldur Örn Þorvaldsson skoraði af línunni um miðbik seinni hálfleiks. Síðustu 15 mínútur leiksins einkenndust af því að liðin byrjuðu að rúlla á hópnum og leyfðu lykilleikmönnum að kasta mæðinni. Max Emil Stenlund átti góða innkomu hjá Fram og skoraði fimm mörk með stuttu millibili í seinni hálfleik, en það dugði ekki til fyrir heimamenn. Leikurinn endaði með sannfærandi níu marka sigri Vals, 36-27. Atvik leiksins Valur gekk frá leiknum á fimm mínútum undir lok fyrri hálfleiks þegar liðið skoraði fimm mörk í röð og komst í 20-13. Þar á meðal skoraði Björgvin Páll Gústavsson tvisvar yfir allan völlinn í autt markið. Valsmenn refsuðu Frömurum fyrir klaufaleg mistök og voru með sigurinn gott sem vísan þegar liðin gengu til búningsherbergja. Stjörnur og skúrkar Títtnefndur Arnór Snær Óskarsson skoraði ellefu mörk í kvöld og klikkaði aðeins á einu skoti. Hann var lykilmaður í sókninni, þar sem hann skoraði að vild og lagði upp fyrir samherja sína. Björgvin Páll Gústavsson stóð vaktina vel í markinu, sérstaklega framan af leik, og bætti um betur með því að skora þrjú mörk yfir allan völlinn. Theodór Sigurðsson var sprækur hjá heimamönnum í fyrri hálfleik, en máttarstólpar Fram fundu sig ekki í kvöld. Rúnar Kárason lét lítið fyrir sér fara í skyttunni og Erlendur Guðmundsson fékk rautt spjald í seinni hálfleik fyrir ljótt brot. Munurinn lá þó fyrst og fremst í slökum varnarleik Fram og lítilli markvörslu bróðurpart leiksins. Dómarar Framarar geta ekki kennt Ramunas Mikalonis og Þorleifi Björnssyni um stórt tap í kvöld. Dómaratvíeykið dæmdi leikinn af vel og hafði góð tök á leiknum. Þeir gáfu leikmanni Fram, Erlendi Guðmundssyni, réttilega rautt spjald þegar hann greip í hönd Arnórs Snæ í þann mund sem hann ætlaði að skjóta. Stemning og umgjörð Stemningin í Lambhagahöllinni var með rólegasta móti. Leikurinn var ekki sérlega mikið fyrir augað, sérstaklega þegar leið á og ljóst var að stefndi í stórsigur Vals. Viðtöl Ágúst: „Spiluðum þetta faglega út í gegn“ Ágúst Jóhannsson og lærisveinar hans voru í miklu stuði í Lambhagahöllinni í kvöld.vísir/Anton Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var einkar ánægður með frammistöðu sinna manna í Úlfarsárdal í kvöld. Hann segir að allir leikmenn hafi skilað sínu hlutverki vel og var sér í lagi ánægður með spilamennsku liðsins þegar Fram lék sjö á móti sex. „Fyrst og fremst ánægður með frammistöðuna. Þetta var liðsframmistaða, margir að spila vel og varnarleikurinn góður. Báðir markmenn, Bjöggi og Jens, mjög sterkir fyrir aftan og náðum að keyra vel á þá. Við refsuðum vel þegar þeir spiluðu sjö á sex. Mér fannst við vera með góð tök á þessu og spiluðum þetta faglega út í gegn.“ „Við náðum að rúlla þessu vel og margir ungar strákar að koma inn og skiluðu sínu hlutverki mjög vel. Ég er mjög sáttur með tvo punkta og frammistöðuna,“ sagði Ágúst eftir leik. Ágúst segir að þeir hafi farið hægt af stað og verið í vandræðum með sóknarleik Fram, en þegar markvarslan small tókst þeim að refsa heimamönnum. „Við vorum í vandræðum aðeins til að byrja með. Við vorum búnir fyrir það að við fengjum þetta á okkur [sjö á sex]. Við vorum aðeins í vandræðum fyrstu mínúturnar en síðan náðum við að loka fyrir það og láta þá skjóta þeim skotum sem við vildum. Bjöggi var að taka góða bolta og við náðum að refsa.“ Þjálfarinn var að vonum ánægður með stórleik Arnórs Snæ í hægri skyttunni og segir það mikinn styrk að fá leikmanninn á Hlíðarenda út tímabilið. „Frábær leikmaður og uppalinn í Val. Gott að fá hann heim þó það sé bara út þetta tímabil, það verður að koma í ljós. Frábær leikmaður og liðsfélagi.“ Ágúst var spurður að lokum hvort fleiri leikmenn væru á leiðinni, en hann kvað ekkert vera ákveðið í þeim efnum.