Lífið

Mads Mikkelsen mættur á klakann

Samúel Karl Ólason skrifar
Mads Mikkelsen.
Mads Mikkelsen. Vísir/AFP

Danski leikarinn Mads Mikkelsen er kominn til Íslands. Hann kom til landsins á dögunum, en hér mun hana vera við tökur á Star Wars myndinni Rogue One. Tökur myndarinnar fara fram á Mýrdalssandi og við Hjörleifshöfða.

Þá sást hann snæða með vinum sínum á Snaps um helgina.

Það var Mads sjálfur sem sagði blaðamanni Ekstrabladet frá því að myndin yrði að hluta til tekin upp hér á landi og að hann myndi leika í myndinni.

Myndin fjallar um hóp uppreisnarmanna sem fá það verkefni að stela teikningunum að Helstirninu úr upprunalegu Star Wars myndunum. Tökur fara fram hér á Íslandi og í London, en mikil leynd hvílir yfir tökunum og framleiðslu myndarinnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.