Innlent

Vilja að íslenskt sjónvarpsefni verði einnig textað

Bjarki Ármannsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Svandís Svavarsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Vísir/Daníel
Þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram tillögu um að allt myndefni sem fjölmiðlar miðla skuli vera textað á íslensku. Þetta er í þriðja sinn sem frumvarp þess efnis er lagt fram.

Tilgangurinn er að gera heyrnarlausum og heyrnarskertum sjónvarpsáhorfendum kleift að njóta sjónvarpsefnis á íslensku.

Í dag er aðeins skylt að sjónvarpa erlendu efni með texta og næði breytingin því aðeins til íslensks efnis. Fjölmiðlar eru hinsvegar hvattir sérstaklega í lögunum til að texta líka íslenskt efni.

Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en með henni eru Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Elsa Lára Arnardóttir og Oddný G. Harðardóttir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×