Innlent

Sex þjófnaðarmál í borginni um miðjan dag í gær

Gissur Sigurðsson skrifar
Í öllum tilvikum var um að ræða þjófnaði úr verslunum.
Í öllum tilvikum var um að ræða þjófnaði úr verslunum. Vísir/HARI
Sex þjófnaðarmál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um miðjan dag í gær og var í öllum tilvikum um að ræða þjófnaði úr verslunum.

Þetta eru óvenju mörg þjófnaðarmál á svo skömmum tíma sem raunin var. Nokkrir þjófanna voru handteknir en nokkrir sluppu og er nú leitað.

Engin augljós tengsl munu vera á milli þessara mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×