Innlent

Skjálftavirkni við Kötlu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Veðurstofan segir að skjálftavirknin við Kötlu geti tengst jarðhitavirkni á svæðinu.
Veðurstofan segir að skjálftavirknin við Kötlu geti tengst jarðhitavirkni á svæðinu. Vísir/GVA.
Í nótt klukkan 02:15 mældist grunnur sjálfti að stærð 3,3 við suðausturhluta Kötluöskjunnar. Um 10 eftirskjálftar urðu, flestir einnig grunnir en skjálftavirknin er hugsanlega tengd jarðhitavirkni.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að engar markverðar breytingar megi sjá í ám í nágrenni Kötlu en gögnin verða skoðuð nánar. Þá segir einnig að svipaðar skjálftahrinur verði stöku sinnum í Kötlu, eða að meðaltali 1-3 sinnum á ári.

Veðurstofan mun fylgjast með svæðinug og upplýsa upp stöðu mála ef eitthvað breytist en virknin hefur minnkað.

Katla er eldstöð í Mýrdalsjökli og ein stærsta megineldstöð landsins. Hún gaus seinast árið 1918.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×