Innlent

Réttindi foreldra við andlát barns eru hvergi tryggð í lögum

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Pétur Emilsson þekkir sorgina sem fylgir því að missa barn á eigin skinni en Stefanía, dóttir hans, lést af slysförum á Spáni árið 2003. Telur hann mega bæta þá aðstoð sem foreldrar fá í slíkum aðstæðum, „Ég hefði viljað fá prest heim, ég hefði viljað fá hjúkrunarfræðing eða lækni og í mínu tilfelli þar sem þetta gerist á erlendri grundu þá hefði ég viljað að fulltrúi utanríkisráðuneytis eða fulltrúi lögreglu hefði komið.“

Brynhildur Björnsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar Framtíðar, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til félags- og húsnæðismálaráðherra um rétt foreldra til stuðnings vegna missis barns.

Hún telur brýnt að foreldrar eigi rétt á faglegri aðstoð og lögbundnu fríi til að geta sótt viðeigandi endurhæfingu eftir slíkt áfall, ekki síst fyrir þá foreldra sem hafa ekki getað sótt vinnumarkað í lengri tíma vegna umönnunar langveikra barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×