Innlent

„Hann slapp skammlaust frá þessu, svolítið blautur því hann þurfti að synda út“

Birgir Olgeirsson skrifar
Það tók ekki nema klukkutíma að ná vélinni úr vatninu.
Það tók ekki nema klukkutíma að ná vélinni úr vatninu. Þórir Ingi Ólafsson
Betur fór en á horfðist þegar Caterpillar D7-ýta fór út í Þórisvatn á þriðjudag. Bakki hrundi undan vélinni sem varð til þess að hún fór á bólakaf í vatnið en það tók ekki nema rúman klukkutíma að ná henni á þurrt land og var hún komin aftur í gang að kvöldi þriðjudags.

Sá sem stjórnaði gröfunni slapp ómeiddur frá þessu óhappi en var blautur þegar hann kom í land.Vísir/Þórir Ingi Ólafsson
„Þetta gerðist klukkan 11 á þriðjudag. Vélin var komin á þurrt klukkan korter yfir tólf. Hún er komin í hús klukkan 14. Hún er komin í gang aftur klukkan 10 um kvöldið og notuð í vinnu daginn eftir,“ segir Þórir Ingi Ólafsson, verkstjóri hjá verktakafyrirtækinu Hagtaki, sem er að störfum við áveituskurð við Þórisvatn. „Þetta eru gamlar og góðar vélar.“

Hann segir manninn á bak við stýrið hafa sloppið ómeiddan frá þessu óhappi. „Hann slapp skammlaust frá þessu, svolítið blautur því hann þurfti að synda út.“

Þórisvatn er stærsta stöðuvatn Íslands, um 86 ferkílómetrar, sem liggur á milli Köldukvíslar og Hraunvatna á hálendi Rangárvallasýslu.

Þórisvatn er langstærsta miðlunin í veitukerfi Landsvirkjunar. Um Þórisvatn rennur allt vatn sem safnast saman í Kvíslarveitu og Hágöngumiðlun.

Þórir Ingi Ólafsson
Þórir Ingi Ólafsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×