Innlent

Ekið á hjólreiðamann á Gömlu-Hringbraut

Jóhann Óli eiðsson skrifar
Barnaspítali Hringsins.
Barnaspítali Hringsins. vísir/heiða
Ekið var á hjólreiðamann á Gömlu-Hringbraut á fjórða tímanum í dag. Slysið átti sér stað fyrir framan Barnaspítala Hringsins. Maðurinn var fluttur á slysadeild en ekki er vitað um líðan hans að svo stöddu.

Umferð á Gömlu-Hringbrautinni tafðist á meðan verið var að vinna á slysstað en fjöldi leiða strætó ekur þarna um. 


Tengdar fréttir

Hjólreiðamaður fluttur á slysadeild

Tveir sjúkrabílar og lögreglubíll svöruðu tilkynningu um slasaðan hjólreiðamann við Höfða við Sæbraut á fjórða tímanum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×