Fótbolti

Lið Viðars og Sölva tapaði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viðar Örn í leik með Jiangsu Guoxin-Sainty.
Viðar Örn í leik með Jiangsu Guoxin-Sainty. vísir/facebook-síða Viðars.
Viðar Örn, Sölvi Geir og félagar í Jiangsu Guoxin-Sainty töpuðu fyrir  Chongqing Lifan, 2-1, í kínversku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ke Sun kom Jiangsu Guoxin-Sainty yfir undir lok fyrri hálfleiksins. Fernandinho jafnaði síðan metin stuttu síðar og var staðan 1-1 í hálfleik. Það var síðan  Emmanuel Gigliotti sem gerði sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Sölvi Geir Ottesen og Viðar Örn Kjartansson léku báðir allan leikinn fyrir Jiangsu Guoxin-Sainty í dag. 

Liðið eru í níunda sæti með 33 stig. Lifan er í því tíunda með 31 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×