Fótbolti

Gyökeres ekki með Arsenal í Prag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viktor Gyökeres er einn sex leikmanna Arsenal á sjúkralistanum.
Viktor Gyökeres er einn sex leikmanna Arsenal á sjúkralistanum. getty/James Gill

Sænski framherjinn Viktor Gyökeres verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar Arsenal sækir Slavia Prag heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Gyökeres fór meiddur af velli í hálfleik í 0-2 sigri Arsenal á Burnley í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Svíinn skoraði fyrra mark Arsenal í leiknum.

Gyökeres ferðaðist ekki með Arsenal-liðinu til Prag og Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkenndi að hann hefði áhyggjur af meiðslum framherjans.

Auk Gyökeres eru Kai Havertz, Gabriel Jesus, Gabriel Martinelli, Noni Madueke og Martin Ødegaard á meiðslalista Arsenal.

Gyökeres, sem kom til Arsenal frá Sporting í Portúgal fyrir tímabilið, hefur skorað sex mörk í öllum keppnum fyrir Skytturnar.

Leikur Slavia Prag og Arsenal hefst klukkan 17:45 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport 2.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×