Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2025 15:55 Viktor Bjarki Daðason hefur þegar afrekað að skora í Meistaradeild Evrópu, gegn Dortmund. EPA/Liselotte Sabroe Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason hefur komið eins og stormsveipur inn í lið FC Kaupmannahafnar og gæti komið við sögu í London í kvöld þegar liðið sækir Tottenham heim í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Fylgst er með öllu sem gerist í Meistaradeildinni í kvöld í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport klukkan 19:30. Viktor afrekaði það fyrir tveimur vikum að verða þriðji yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar, á eftir Ansu Fati og Lamine Yamal, þegar hann skoraði gegn Dortmund á Parken. Hann er jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem skorar í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta karla. Danski miðillinn TV 2 fjallar um það í ítarlegri grein um Viktor í dag hve mikil gleði braust út hjá fjölskyldu hans þegar boltinn fór inn fyrir línuna gegn Dortmund. Þar segir að mamma hans, pabbi og afi hafi fellt tár á vellinum á meðan að bróðir hans, handboltamarkvörðurinn Arnór Máni, stökk upp úr sófanum heima á Íslandi og öskraði af gleði. Pabbinn er þó ekki hissa á hve langt Viktor hefur þegar náð: „Við erum fjölskylda sem hefur þurft að hafa mikið fyrir öllu því sem við eigum. Við bíðum ekki eftir því að aðrir hjálpi okkur. Við gerum þetta sjálf,“ segir Daði Hafþórsson, pabbi Viktors, í umfjöllun TV 2. Þar segir að bræðurnir hafi á yngri árum keppt í vítakeppnum á gólfinu heima hjá sér, bæði í handbolta og fótbolta, og segir Arnór að margir hafi viljað meina að Viktor ætti að velja handboltann frekar. „En ég held að hann hafi bara kunnað svo vel við sig í fótboltanum,“ segir Arnór. Var í sigti margra félaga FCK tryggði sér krafta Viktors í janúar 2024 og hafði þá meðal annars betur í samkeppni við AGF. Pabbi hans segir fleira hafa komið til greina: „Það kom gott tilboð frá AGF en svo voru líka boð frá félögum á Ítalíu, í Þýskalandi og Svíþjóð. Okkur fannst bara að FC Kaupmannahöfn væri besti kosturinn á þessum tímapunkti og það hefur ekki breyst,“ sagði Daði sem býr með syni sínum í Kaupmannahöfn og starfar í fjarvinnu. Mamma Viktors, Dagbjört Rut Bjarnadóttir, er kennari og býr áfram á Íslandi ásamt restinni af fjölskyldunni. Fær hann strax sæti í landsliðinu? Viktor hefur heldur betur nýtt tækifæri sín á þeim skamma tíma sem er liðinn síðan hann kom inn í aðallið FCK fyrir hálfum mánuði. Hann lagði upp mark gegn Silkeborg í fyrsta leik, skoraði svo gegn Dortmund og bæði skoraði og lagði upp gegn Hobro í danska bikarnum í síðustu viku, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Svo er bara að sjá hvort Viktor fái tækifæri gegn Tottenham í kvöld og einnig hvort að hann sé nálægt sæti í íslenska A-landsliðinu sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnir á morgun, fyrir leikina mikilvægu við Aserbaísjan og Úkraínu í þessum mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Sjá meira
Fylgst er með öllu sem gerist í Meistaradeildinni í kvöld í Meistaradeildarmessunni á Sýn Sport klukkan 19:30. Viktor afrekaði það fyrir tveimur vikum að verða þriðji yngsti markaskorari í sögu Meistaradeildarinnar, á eftir Ansu Fati og Lamine Yamal, þegar hann skoraði gegn Dortmund á Parken. Hann er jafnframt aðeins fimmti Íslendingurinn sem skorar í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta karla. Danski miðillinn TV 2 fjallar um það í ítarlegri grein um Viktor í dag hve mikil gleði braust út hjá fjölskyldu hans þegar boltinn fór inn fyrir línuna gegn Dortmund. Þar segir að mamma hans, pabbi og afi hafi fellt tár á vellinum á meðan að bróðir hans, handboltamarkvörðurinn Arnór Máni, stökk upp úr sófanum heima á Íslandi og öskraði af gleði. Pabbinn er þó ekki hissa á hve langt Viktor hefur þegar náð: „Við erum fjölskylda sem hefur þurft að hafa mikið fyrir öllu því sem við eigum. Við bíðum ekki eftir því að aðrir hjálpi okkur. Við gerum þetta sjálf,“ segir Daði Hafþórsson, pabbi Viktors, í umfjöllun TV 2. Þar segir að bræðurnir hafi á yngri árum keppt í vítakeppnum á gólfinu heima hjá sér, bæði í handbolta og fótbolta, og segir Arnór að margir hafi viljað meina að Viktor ætti að velja handboltann frekar. „En ég held að hann hafi bara kunnað svo vel við sig í fótboltanum,“ segir Arnór. Var í sigti margra félaga FCK tryggði sér krafta Viktors í janúar 2024 og hafði þá meðal annars betur í samkeppni við AGF. Pabbi hans segir fleira hafa komið til greina: „Það kom gott tilboð frá AGF en svo voru líka boð frá félögum á Ítalíu, í Þýskalandi og Svíþjóð. Okkur fannst bara að FC Kaupmannahöfn væri besti kosturinn á þessum tímapunkti og það hefur ekki breyst,“ sagði Daði sem býr með syni sínum í Kaupmannahöfn og starfar í fjarvinnu. Mamma Viktors, Dagbjört Rut Bjarnadóttir, er kennari og býr áfram á Íslandi ásamt restinni af fjölskyldunni. Fær hann strax sæti í landsliðinu? Viktor hefur heldur betur nýtt tækifæri sín á þeim skamma tíma sem er liðinn síðan hann kom inn í aðallið FCK fyrir hálfum mánuði. Hann lagði upp mark gegn Silkeborg í fyrsta leik, skoraði svo gegn Dortmund og bæði skoraði og lagði upp gegn Hobro í danska bikarnum í síðustu viku, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik. Svo er bara að sjá hvort Viktor fái tækifæri gegn Tottenham í kvöld og einnig hvort að hann sé nálægt sæti í íslenska A-landsliðinu sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnir á morgun, fyrir leikina mikilvægu við Aserbaísjan og Úkraínu í þessum mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Sjá meira