Sambýli í Reykjavík: Fylgdust með veikum manni á næturnar með spjaldtölvu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. september 2015 16:26 Aðstandendur hefðu heldur viljað að næturvaktir yrði tvímannaðar en að hann yrði vaktaður með myndavél. Sambýli í Reykjavík var ekki heimilt að hafa myndavél yfir rúmi íbúa sem fær lífshættulega krampa og og fylgjast með honum á næturnar. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem beindi þeim tilmælum til sambýlisins að búnaðurinn yrði fjarlægður. Það hefur verið gert. Móðir íbúans sem er karlkyns sendi fyrirspurn til Persónuverndar þar sem beðið var um álit á því hvort þetta fyrirkomulag þætti í lagi. Myndavélin var staðsett yfir rúmi hans eins og fyrr segir og hægt var að fylgjast með íbúanum á skjá spjaldtölvu sem starfsmaður á næturvakt hafði yfirráð yfir. Um sjónvarpsvöktun var að ræða og því engar upptökur geymdar. „Yfir rúmi sonar míns er nú myndavél þar sem hægt er að fylgjast með honum í rúminu sínu í gegnum niðurplástraðar leiðslur sem enda í skjá sem staðsettur er í almenningsrými sambýlisins. Með þessu telur sambýlið að það sé að tryggja öryggi hans og spara sér starfsfólk á vöktum. Spurning mín til Persónuverndar er því nú: Telur stofnunin þetta vera í lagi?“ spurði móðir drengsins.Starfsmönnum sambýlisins var ekki heimilt að fylgjast með manninum án þess að fá undanþágu frá lögum sem banna slíkt eftirlit.Vísir/Getty Í svari sambýlisins til Persónuverndar segir að myndbandseftirlitskerfið sé hluti af fleiri ráðstöfunum vegna versnandi heilsu mannsins en hann er sjálfráða. Þar kemur fram að faðir hans hafi samþykkt fyrirkomulagið en að móðir hans og bróðir, sem er talsmaður hans, hafi fyrst og fremst óskað eftir tvöföldun næturvakta.Stillt upp við vegg „Hér er gott að rifja upp hvernig staðið var að „leyfi“ aðstandenda fyrir að setja upp umrædda myndavél,“ stendur í skriflegu svari bróður mannsins til Persónuverndar eftir að þau voru beðin um að tjá sig um fyrrnefnd svar sambýlisins. Í úrskurði Persónuverndar er umræddur íbúi kallaður C til þess að gæta nafnleyndar. „Í framhaldi af miklum veikindum C árið 2014 og sjúkrahúslegu á LSH var föður C tjáð af nýráðinni forstöðukonu sambýlisins, að ekki væri hægt að auka við næturvaktir þótt að C væri enn talsvert lasinn þegar hann kom heim, það eina sem hægt væri að gera til að auka á öryggi C miðað við þáverandi heilsufar hans að hennar sögn, væri að setja upp myndavél yfir rúmið hans. Við þessar aðstæður samþykkti faðir C uppsetningu á myndavélinni – enda um tvo afarkosti að ræða – að horfa á hann í gegnum myndavél, eða að ekki væri hægt að fylgjast með honum að öðrum kosti. Þarna var foreldri sett upp við vegg við mjög erfiðar aðstæður og gert að samþykkja þetta. Hvorki móðir hans né ég (persónulegur talsmaður C) voru spurð eða upplýst um gang mála.“ Fullyrt hafði verið við aðstandendur að leyfis hefði verið aflað fyrir eftirlitinu en síðar kom í ljós að þær fullyrðingar reyndust ekki á rökum reistar. Til þess að eftirlit sem þetta sé leyft verður að sækja um undanþágu á lögum um réttindi fatlaðs fólks en vöktun á heimili þess er bönnuð nema undanþága hafi verið veitt. „Einnig segir að umrædd myndavél skapi hættu á fölsku öryggi og kvíði aðstandenda skipti hér engu heldur öryggi og lífsgæði mannsins,“ segir í úrskurðinum sem má lesa í heild sinni hér. „Ástæða þess að faðir hans kveiki á myndavélinni sé sú að hann telji það öruggara þar sem ekki sé hægt að tryggja að starfsmenn geri það eða kunni vegna tíðra starfsmannabreytinga. Þá hafi það gerst nokkuð oft að starfsmenn hafi ekki kunnað á krampadýnu sem á að nema reglubundinn titring eða krampa, en þeim hafi ekki verið kennt á dýnuna og hafi hún því ekki skapað það öryggi sem sóst var eftir. Megi því rökræða hvort uppsetning myndavélarinnar þjóni tilgangi sínum.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Sambýli í Reykjavík var ekki heimilt að hafa myndavél yfir rúmi íbúa sem fær lífshættulega krampa og og fylgjast með honum á næturnar. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem beindi þeim tilmælum til sambýlisins að búnaðurinn yrði fjarlægður. Það hefur verið gert. Móðir íbúans sem er karlkyns sendi fyrirspurn til Persónuverndar þar sem beðið var um álit á því hvort þetta fyrirkomulag þætti í lagi. Myndavélin var staðsett yfir rúmi hans eins og fyrr segir og hægt var að fylgjast með íbúanum á skjá spjaldtölvu sem starfsmaður á næturvakt hafði yfirráð yfir. Um sjónvarpsvöktun var að ræða og því engar upptökur geymdar. „Yfir rúmi sonar míns er nú myndavél þar sem hægt er að fylgjast með honum í rúminu sínu í gegnum niðurplástraðar leiðslur sem enda í skjá sem staðsettur er í almenningsrými sambýlisins. Með þessu telur sambýlið að það sé að tryggja öryggi hans og spara sér starfsfólk á vöktum. Spurning mín til Persónuverndar er því nú: Telur stofnunin þetta vera í lagi?“ spurði móðir drengsins.Starfsmönnum sambýlisins var ekki heimilt að fylgjast með manninum án þess að fá undanþágu frá lögum sem banna slíkt eftirlit.Vísir/Getty Í svari sambýlisins til Persónuverndar segir að myndbandseftirlitskerfið sé hluti af fleiri ráðstöfunum vegna versnandi heilsu mannsins en hann er sjálfráða. Þar kemur fram að faðir hans hafi samþykkt fyrirkomulagið en að móðir hans og bróðir, sem er talsmaður hans, hafi fyrst og fremst óskað eftir tvöföldun næturvakta.Stillt upp við vegg „Hér er gott að rifja upp hvernig staðið var að „leyfi“ aðstandenda fyrir að setja upp umrædda myndavél,“ stendur í skriflegu svari bróður mannsins til Persónuverndar eftir að þau voru beðin um að tjá sig um fyrrnefnd svar sambýlisins. Í úrskurði Persónuverndar er umræddur íbúi kallaður C til þess að gæta nafnleyndar. „Í framhaldi af miklum veikindum C árið 2014 og sjúkrahúslegu á LSH var föður C tjáð af nýráðinni forstöðukonu sambýlisins, að ekki væri hægt að auka við næturvaktir þótt að C væri enn talsvert lasinn þegar hann kom heim, það eina sem hægt væri að gera til að auka á öryggi C miðað við þáverandi heilsufar hans að hennar sögn, væri að setja upp myndavél yfir rúmið hans. Við þessar aðstæður samþykkti faðir C uppsetningu á myndavélinni – enda um tvo afarkosti að ræða – að horfa á hann í gegnum myndavél, eða að ekki væri hægt að fylgjast með honum að öðrum kosti. Þarna var foreldri sett upp við vegg við mjög erfiðar aðstæður og gert að samþykkja þetta. Hvorki móðir hans né ég (persónulegur talsmaður C) voru spurð eða upplýst um gang mála.“ Fullyrt hafði verið við aðstandendur að leyfis hefði verið aflað fyrir eftirlitinu en síðar kom í ljós að þær fullyrðingar reyndust ekki á rökum reistar. Til þess að eftirlit sem þetta sé leyft verður að sækja um undanþágu á lögum um réttindi fatlaðs fólks en vöktun á heimili þess er bönnuð nema undanþága hafi verið veitt. „Einnig segir að umrædd myndavél skapi hættu á fölsku öryggi og kvíði aðstandenda skipti hér engu heldur öryggi og lífsgæði mannsins,“ segir í úrskurðinum sem má lesa í heild sinni hér. „Ástæða þess að faðir hans kveiki á myndavélinni sé sú að hann telji það öruggara þar sem ekki sé hægt að tryggja að starfsmenn geri það eða kunni vegna tíðra starfsmannabreytinga. Þá hafi það gerst nokkuð oft að starfsmenn hafi ekki kunnað á krampadýnu sem á að nema reglubundinn titring eða krampa, en þeim hafi ekki verið kennt á dýnuna og hafi hún því ekki skapað það öryggi sem sóst var eftir. Megi því rökræða hvort uppsetning myndavélarinnar þjóni tilgangi sínum.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira