Enski boltinn

Van Gaal: Upphæðin sem við borguðum fyrir Martial var fáránleg en ég gerði þetta fyrir Giggs

Tómas Þór Þórðarson skrifar
"Svo notar þú bara Martial seinna.“
"Svo notar þú bara Martial seinna.“ vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkennir að upphæðin sem félagið borgaði fyrir franska unglinginn Anthony Martial frá Monaco var fáránleg.

United keypti Martial undir lok félagaskiptagluggans á 36 milljónir punda, en með árangurstengdum greiðslum gæti upphæðin endað í tæpum 60 milljónum.

Van Gaal ávarpaði hluta af ársmiðahöfum Manchester united þar sem hann var spurður út í kaupin. Þar ýjaði hann að því að Ryan Giggs, aðstoðarstjóri United, verði maðurinn sem njóti góðs af þessum kaupum á endanum.

„Þetta var fáránlega mikið af peningum, en svona er þessi brjálaði heimur sem við búum í,“ sagði Louis van Gaal.

„United þarf vanalega alltaf að borga tíu milljónum meira en önnur félög, en ég keypti Martial ekki fyrir mig. Ég keypti hann fyrir næsta knattspyrnustjóra Manchester United.“

Van Gaal sat við hliðina á Ryan Giggs, leikjahæsta leikmanni United frá upphafi, þegar hann sagði þetta og bætti við:

„Mér finnst ég vera að kynna hérna næsta knattspyrnustjóra Manchester United.“


Tengdar fréttir

United staðfestir kaupin á Martial

Manchester United hefur gengið frá kaupum á Anthony Martial frá Monaco á fjögurra ára samningi, en hann er einungis nítján ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×