Fótbolti

Sverrir Ingi skoraði sjálfsmark í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sverrir Ingi í íslenska landsliðsbúningnum.
Sverrir Ingi í íslenska landsliðsbúningnum. vísir/daníel
Sverrir Ingi Ingason varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í 2-1 tapi Lokeren gegn Mouscron-Peruwelz í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sverrir kom Mouscron yfir á fimmtu mínútu með sjálfsmarki, en Ayanda Patosi jafnaði metin fyrir Lokeren á áttundu mínútu. Noe Dusseenne kom þó Mouscron aftur yfir á 42. mínútu. Staðan 2-1 í hálfleik.

Íslendingurinn var tekinn af velli í hálfleik, en hann hefur eflaust oft átti betri daga en í kvöld. Lokatölur urðu 2-1 sigur Mouscron, en ekkert mark leit dagsins ljós í síðari hálfleik.

Lokeren er því í tíunda sætinu með átta stig, en Mouscron-Peruwelz er sæti neðar á fleiri mörkum fengin á sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×