Níu þingmenn hlýddu á hugvekju Siðmenntar um fulltrúalýðræði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2015 16:03 Sigurður Hólm Gunnarsson Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hélt í dag hugvekju í kjölfar þess að setning Alþingis fór fram í dag. Hefð hefur skapast fyrir því að þeir alþingismenn sem vilja geti sótt þessa athöfn. Alls hlýddu níu þingmenn úr fjórum þingflokkum á hugvekjuna sem Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, hélt. Allur þingflokkur Pírata, ásamt þingmönnum frá Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Samfylkingunni hlýddu á hugvekjuna. Frá því á árinu 2011 hefur athöfnin verið haldin eftir að þingmenn koma frá þingsetningu. Að sögn Bjarna Jónssonar, framkvæmdastjóra Siðmenntar, var því breytt vegna þess að þingmenn höfðu hug á því að geta mætt bæði í Dómkirkjuna og til Siðmenntar, en áður var hugvekjan haldin á sama tíma og þingmenn hlýddu á messu í Dómkirkjunni. Nanna Hlín, sem er með mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og vinnur nú að doktorsverkefni sínu við Háskóla Íslands hélt hugvekjuna að þessu sinni og nefnist hún Að standa fyrir fólkið. Einbeitti Nanna sér einkum að fulltrúarlýðræði og spurði áleitna spurninga. „Get ég yfirhöfuð talað fyrir hönd annarra? Í annarra manna nafni? Get ég nokkurn tímann fullkomlega skilið reynslu eða upplifanir annarra? Get ég kannski talað fyrir þá er standa mér næst – það fólk sem birtist öðrum á sama hátt og ég – er sett í sama félagslega flokkinn: Kona eða karl, svartur eða hvítur, gömul eða ung? Standa allir í raun jafnfætis í dag óháð þessum félagslegu flokkum?“ Hugvekjuna í heild sinni má lesa á vefsíðu Siðmenntar. Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hélt í dag hugvekju í kjölfar þess að setning Alþingis fór fram í dag. Hefð hefur skapast fyrir því að þeir alþingismenn sem vilja geti sótt þessa athöfn. Alls hlýddu níu þingmenn úr fjórum þingflokkum á hugvekjuna sem Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, hélt. Allur þingflokkur Pírata, ásamt þingmönnum frá Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Samfylkingunni hlýddu á hugvekjuna. Frá því á árinu 2011 hefur athöfnin verið haldin eftir að þingmenn koma frá þingsetningu. Að sögn Bjarna Jónssonar, framkvæmdastjóra Siðmenntar, var því breytt vegna þess að þingmenn höfðu hug á því að geta mætt bæði í Dómkirkjuna og til Siðmenntar, en áður var hugvekjan haldin á sama tíma og þingmenn hlýddu á messu í Dómkirkjunni. Nanna Hlín, sem er með mastersgráðu í heimspeki og gagnrýnum fræðum frá Kingston-háskóla í London og vinnur nú að doktorsverkefni sínu við Háskóla Íslands hélt hugvekjuna að þessu sinni og nefnist hún Að standa fyrir fólkið. Einbeitti Nanna sér einkum að fulltrúarlýðræði og spurði áleitna spurninga. „Get ég yfirhöfuð talað fyrir hönd annarra? Í annarra manna nafni? Get ég nokkurn tímann fullkomlega skilið reynslu eða upplifanir annarra? Get ég kannski talað fyrir þá er standa mér næst – það fólk sem birtist öðrum á sama hátt og ég – er sett í sama félagslega flokkinn: Kona eða karl, svartur eða hvítur, gömul eða ung? Standa allir í raun jafnfætis í dag óháð þessum félagslegu flokkum?“ Hugvekjuna í heild sinni má lesa á vefsíðu Siðmenntar.
Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira