Enski boltinn

Gylfi Þór með Mata í hipsteraliði ensku úrvalsdeildarinnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson þykir sjálfur ekki vera hipster.
Gylfi Þór Sigurðsson þykir sjálfur ekki vera hipster. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Swansea og íslenska landsliðsins í fótbolta, er á miðjunni í hipsteraliði ensku úrvalsdeildarinnar sem fótboltavefsíðan Squawka tók saman.

Það þýðir þó ekki að Gylfi Þór sé mikill hipster sjálfur, heldur stendur valið saman af leikmönnum sem hinn nýi fótboltahipster elskar.

Fótboltahipsterinn hefur lítinn áhuga á stórstjörnum eins og Wayne Rooney, Sergio Agüero og Alexis Sánchez. Hann horfir meira til kúltíveraðra leikmanna sem þeir byrjuðu að fylgjast með löngu áður en þeir komu í ensku úrvalsdeildina.

Uppáhaldsleikmaður fótboltahipstersins er líka oft mjúka týpan eins og Juan Mata sem er með Gylfa í þessu liði Squawka. Mata er virkur bloggari og skrifar mikið af hugljúfum pistlum á heimasíðu sína.

Yohan Cabaye, Frakkinn í liði Crystal Palace, er með Gylfa Þór á miðjunni en Juan Mata og Nacer Chadli hjá Tottenham er á köntunum og styðja við Bafétimbi Gomis hjá Swansea í sóknarleiknum.

Daley Blind er annar Manchester United-leikmaður í liðinu, en hann spilar sem vinstri vængbakvörður á móti Cesar Azpilicueta sem er hægri vængbakvörður. Leikkerfið er auðvitað 3-4-3.

Scott Dann, Jose Fonte og Emre Can eru svo í vörninni og Adrían í markinu, en allt liðið og útskýringar á vali hvers og eins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×