Enski boltinn

Lucas á leið til Besiktas

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lucas er líklega á leið burt frá Liverpool.
Lucas er líklega á leið burt frá Liverpool. vísir/getty
Lucas Leiva, miðjumaður Liverpool, er sagður vera á leiðinni til tyrknesku risana í Besiktas á eins árs lánssamningi að sögn heimilda fjölmiðla í Englandi.

Brendan Rodgers, þjálfari Liverpool, hefur tilkynnt Lucas að hann megi róa á önnur mið, en Norður-Írinn er sagður ætla nota Emre Can í varnarsinnuðu hlutverki á miðjunni á þessari leiktíð.

Þessi 28 ára gamli miðjumaður hefur verið í sjö ár á Anfield, en undanfarin tvö tímabil hefur hann spilað minna og minna með hverjum deginum. Hann var ekki í leikmannahópi Liverpool í fyrstu tveimur leikjunum.

Nú herma heimildir Daily Mail að Besiktas vilji fá Lucas á eins árs samningi, en kom til félagsins frá Gremio fyrir fimm milljónir punda árið 2007.

Liverpool mætir Arsenal í stórleik þriðju umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og Stöð 2 Sport HD en hann hefst klukkan 19.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×