Enski boltinn

Balotelli í læknisskoðun hjá AC Milan

Balotelli í leik með Milan árið 2013.
Balotelli í leik með Milan árið 2013. vísir/getty
Ítalski framherjinn Mario Balotelli var mættur í höfuðstöðvar AC Milan í morgun.

Þar er hann að gangast undir læknisskoðun en Milan hefur náð samkomulagi við Liverpool um að fá leikmanninn lánaðan í vetur.

Balotelli er sagður taka á sig nokkra launalækkun með því að fara til Milan. Liverpool mun halda áfram að greiða hluta af launum hans.

Balotelli kom til Liverpool frá AC Milan í ágúst á síðasta ári. Hann hefur aðeins skorað eitt deildarmark fyrir félagið.

Hann hefur ekki verið að æfa með aðalliði félagsins og átti greinilega enga framtíð fyrir sér á Anfield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×