Enski boltinn

Þorvaldur: Kom mér á óvart hvað Liverpool voru góðir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Markalaust jafntefli Arsenal og Liverpool í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar var meðal þess sem rætt var um í Messunni í gær.

Hjörvar Hafliðason og gestir hans, Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur Örlygsson, voru hrifnir af frammistöðu Liverpool í leiknum.

„Eftir markið sem var dæmt af Arsenal komust Liverpool-menn inn í leikinn og voru miklu betri. Það kom mér á óvart hvað Liverpool voru góðir,“ sagði Þorvaldur og Arnar tók í sama streng.

„Vörn Arsenal var að spila svo rosalega gegn sjálfri sér. Þarna gaf Bellerín boltann frá sér, (Calum) Chambers var í tómu rugli, sérstaklega í fyrri hálfleik, en leikmenn Liverpool voru gríðarlega hreyfanlegir í framlínunni.

„Coutinho átti stjörnuleik og (Christian) Benteke hélt boltanum vel.“

„Þeir voru miklu betri í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en síðustu 20-25 mínúturnar sem Arsenal sýndi í hverju þeir eru bestir á heimavelli, að halda boltanum og bíða eftir færunum,“ sagði Þorvaldur ennfremur.

Innslagið má sjá í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×