Enski boltinn

Arnar: Þetta var Magic Johnson-sending frá Toure

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester City hefur farið liða best af stað í ensku úrvalsdeildinni og unnið alla þrjá leiki sína til þessa.

Á sunnudaginn lögðu lærisveinar Manuel Pellegrini Everton að velli með tveimur mörkum gegn engu.

Aleksandar Kolarov skoraði fyrra markið eftir klukkutíma leik og tveimur mínútum fyrir leikslok bætti varamaðurinn Samir Nasri öðru marki við eftir frábæra sendingu frá Yaya Toure.

Hjörvar Hafliðason og gestir hans í Messunni, Arnar Gunnlaugsson og Þorvaldur Örlygsson, voru afar hrifnir af markinu sem Nasri skoraði.

„Þetta er bara Magic Johnson-sending,“ sagði Arnar um sendinguna glæsilegu frá Toure.

„Hann horfir í eina áttina og gefur boltann í hina. Snúningurinn á boltanum er fullkominn. En það er ekki auðvelt fyrir Nasri að afgreiða þetta.“

„Þetta er ekki létt, hann rétt snertir boltann og notar ferðina á boltanum,“ bætti Þorvaldur við.

Umræðuna um markið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×