Enski boltinn

Milner nýtur hverrar mínútu hjá Liverpool

Milner í rauða búningnum.
Milner í rauða búningnum. vísir/getty
James Milner sér ekkert eftir því að hafa yfirgefið Man. City í sumar og farið til Liverpool. Hann segir það hafa verið rétta ákvörðun.

Hinn 29 ára gamli Milner var búinn að vera í fimm ár hjá City. Hann vildi komast í lið þar sem hann væri í stærra hlutverki.

Hjá Liverpool er hann varafyrirliði og hann var með fyrirliðabandið í leiknum gegn Arsenal. Það fór honum vel og Milner var valinn maður leiksins.

Liverpool hefur farið vel af stað í deildinni með tveim sigrum og einu jafntefli. Liðið hefur heldur ekki fengið á sig mark.

„Ég hef aðeins horft á City í sjónvarpinu. Ef ég væri þar enn væri ég líklega að horfa á leikina af bekknum," sagði Milner.

„Ég er í skýjunum að hafa valið að fara til Liverpool. Þar nýt ég hverrar mínútu. Þetta er félag sem er vant því að vinna og okkar stuðningsmenn búast alltaf við sigri. Það er góð pressa sem ég nýt. Þess vegna kom ég hingað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×