Enski boltinn

Valdes líklega á leið til Tyrklands

Valdes í einum af tveimur leikjum sínum fyrir United.
Valdes í einum af tveimur leikjum sínum fyrir United. vísir/getty
Victor Valdes er væntanlega laus úr prísundinni hjá Man. Utd en félagið er búið að ná samkomulagi við tyrkneska félagið Besiktas.

Nú vantar bara samþykki frá framkvæmdastjóra Besiktas um hvort hann vilji fara í samningaviðræður við Valdes. Félagið er nýbúið að missa markvörð til Galatasaray og vantar því nýjan.

Talið er líklegt að það verði af vistaskiptunum og Valdes geti farið að brosa á nýjum stað en lítið jákvætt hefur gerst hjá honum í Manchester.

Eftir að hafa staðið sig vel á æfingum frá október fram að jólum í fyrra þá skrifaði hann undir 18 mánaða samning við Man. Utd í janúar.

Þessi 33 ára markvörður hefur aðeins tvisvar spilað fyrir enska félagið. Hann var svo ekki valinn í hópinn í upphafi vetrar og átti enga framtíð fyrir sér hjá United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×