Fótbolti

Zlatan: Ánægður í bestu borg í heimi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan hugsar.
Zlatan hugsar. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic, fyrirliði Paris Saint-Germain, er ánægður hjá félaginu og blæs á þær sögusagnir að hann sé á leið frá félaginu. Hann segist ánægður í bestu borg í heimi.

„Verð ég áfram hjá París? Framtíð mín er í höndum Mino Raiola, umboðsmanns míns,” sagði Ibrahimovic þegar hann var spurður út í framtíð sína hjá félaginu.

„Ég er með samning eitt ár í viðbót og ég er ánægður hjá félaginu. Ég hef gert frábæra hluti hér síðustu þrjú ár. Það getur enginn tekið frá mér og liðið mitt er frábært og ég er að spila með frábærum leikmönnum.”

„Ég bý í bestu borg í heimi svo ég er ánægður. Það munu alltaf vera sögusagnir og ég er ánægður með áhugann, en ég er leikmaður PSG.”

PSG vann þrennuna á síðustu leiktíð, en samt fannst Svíanum leiktíðin bara vera á pari hjá Parísarliðinu.

„Mér fannst síðasta tímabil okkar vera fínt. Við gerðum það sem við gátum gert og Lyon var að elta okkur í baráttunni um titilinn svo þeir voru að standa sig mjög vel.”

„Við getum gert mun betur en við gerðum og vonandi gerum við færri mistök í ár. Auðvitað eigum við að vinna alla titla, það er enginn vafi á því,” sagði Zlatan við Sky Italia að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×