Fótbolti

Ragnar stóð vaktina í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar í leik með íslenska landsliðinu.
Ragnar í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson stóð allan tímann í vörn FC Krasnodar sem tapaði 1-0 gegn Spartak Moskvu á heimavelli í rússneksu úrvalsdeildinni í dag.

Eina markið kom eftir tólf mínútna leik, en það gerði Yura Movsisyan. Þetta var hans fyrsta mark í deildinni í tveimur leikjum.

Spartak er með fjögur stig eftir leikina tvo sem búnir eru, en Krasnodar er með þrjú stig eftir tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×