Fótbolti

Drogba í viðræðum við Montreal Impact

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Didier Drogba er goðsögn á Brúnni.
Didier Drogba er goðsögn á Brúnni. Vísir/getty
Framherjinn Didier Drogba er þessa dagana í viðræðum við kanadíska félagið Montreal Impact í MLS-deildinni en talið er að Drogba muni skrifa undir átján mánaða samning í Kanada. Keypti Montreal réttinn að semja við Drogba af Chicago Fire á dögunum og er í viðræðum við Drogba.

Drogba sem er orðinn 37 árs gamall hefur verið orðaður við ýmis MLS lið undanfarna mánuði eftir að samningur hans við Englandsmeistarana í Chelsea rann út á dögunum. Lék hann alls 38 leiki fyrir Chelsea á síðasta tímabili og skoraði í þeim 7 mörk en hann byrjaði aðeins átta leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Sérstakar reglur eru í MLS-deildinni þar sem lið geta eignað sér réttinn á að semja við samningslausa leikmenn þrátt fyrir að þeir séu samningslausir. Var Drogba opinn fyrir hugmyndinni að leika fyrir Chicago Fire þar til Montreal Impacts hafði samband við hann og lék þar stórt hlutverk að í Montreal sé töluð franska en Drogba lék í langan tíma í Frakklandi.


Tengdar fréttir

Drogba spilar sinn síðasta leik fyrir Chelsea

Didier Drogba, framherji Chelsea, hefur sagt að leikur Chelsea gegn Sunderland í dag verði hans síðasti leikur sem leikmaður Chelsea. Drogba er þó ekki hættur í fótbolta, en hann vill spila í eitt ár að minnsta kosti í viðbót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×