Fótbolti

Meiðslapésinn Diaby fékk tveggja ára samning í Frakklandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Diaby í leik með unglingaliði Arsenal.
Diaby í leik með unglingaliði Arsenal. Vísir/Getty
Abou Diaby, franski miðjumaðurinn skrifaði í dag undir tveggja ára samning hjá franska félaginu Marseille. Snýr hann því aftur til Frakklands eftir níu ár hjá Arsenal á Englandi en samningur hans hjá Skyttunum rann út í sumar.

Diaby sem var einnig í viðræðum við West Bromwich Albion ákvað að snúa aftur til Frakklands en samkvæmt heimildum L'Equipe eru flestar greiðslur samningsins háðar því hversu mikið hann leikur fyrir félagið sem og árangri. Diaby á að baki 16 leiki fyrir franska landsliðið.

Sennilega eru ótrúlegustu fréttirnar í þessu öllu saman að Diaby hafi staðist læknisskoðun hjá Marseille en Diaby lék aðeins tvo leiki síðustu tvö tímabil vegna meiðsla og alls 22 leiki undanfarin fjögur ár. Meiddist hann alls 42 sinnum á þessum níu árum í herbúðum Arsenal og gafst Arsene Wenger á endanum upp á því að koma honum í stand á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×