Fann tvíburasystur sína á Youtube Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2015 10:18 Anaïs Bordier og Samantha Futerman hafa báðar gaman af því að sigla á brimbrettum og fara oft á ströndina þegar þær hittast. Mynd/twitter „Í desember 2012 var ég í London, að læra fatahönnun, þegar samnemandi minn setti Youtube-myndband af mér á Facebook-síðuna mína. En ég hef aldrei gert Youtube-myndband á ævinni. Þegar ég horfði á það áttaði ég mig á því að þetta væri ekki ég eftir allt saman, heldur var þetta bandarísk stelpa sem leit nákvæmlega út eins og ég.“ Svona hefst frásögn Anaïs Bordier af því þegar hún, fyrir tilstilli myndbandadreifisíðunnar Youtube, fann tvíburasystur sína sem hún hafði aldrei séð og vissi ekki af. Í pistli á vef the Guardian segir hún frá því hvernig hana hafði alltaf grunað að hún væri ættleidd. Hún sé fædd í Busan í Suður-Kóreu en ólst upp í Frakklandi hjá fólki sem var allsendis ólíkt henni, með ljóst hár og blá augu. Þegar myndbandið kom fram á sjónarsviðið sagði hún að allur vafi hafi verið tekinn af. „Ég horfði á myndbandið aftur og aftur í leit að einhverjum mun á okkur en við vorum nákvæmlega eins, að frátöldum fötunum og hreimnum,“ sagði Bordier sem átti í miklum erfiðleikum með að hafa upp á systur sinni. Það var ekki fyrr en mánuði síðar sem hún rak augun í stiklu fyrir nýja kvikmynd að hún komst á sporið. Hún fletti upp leikurum myndarinnar og fann þannig nafn systur sinnar, Samantha Futerman.Þetta blasti við Bordier á IMDB þegar hún fletti systur sinni upp.Vísir/skjáskot„Ég komst að því að hún var fædd í Suður-Kóreu þann 19. nóvember árið 1987, sama dag og ég. Mér brá svo mikið að ég þurfti að fara úr strætisvagninum sem ég var í. Ég hringdi í mömmu og hún sagði það sem ég hafði óttast: „Heldurðu að hún gæti verið tvíburasystir þín?“ Bordier var lengi að skrifa bréfið sem hún sendi systur sinni en í því bað hún hana að skoða myndirnar sem Bordier átti af sér á Facebook-síðu sinni. Þegar tvíburasystirin hafði loks samband sendi hún Bordier mynd af ættleiðingarskjölunum sínum – þær höfðu fæðst á sama sjúkrahúsinu. Þær töluðust við á Skype og komust að því að þær höfðu sömu kækina, talandann og þá voru þær með svipaða hárgreiðslu.Potaði í hausinn á henni Ekki leið á löngu áður en þær ákváðu að hittast og þær sér mót í maí síðastliðnum í Lundúnum. „Ég var hrikalega stressuð,“ segir Bordier. „Þegar ég sá Sam í fyrsta skipti reyndi ég að stara ekki en hún byrjaði bara að hlæja. Ég gekk vandræðalega upp að henni og potaði í hana, mig langaði bara að snerta hana. Ég vissi hvað ég átti að gera,“ segir hún ennfremur. „Við fórum og fengum okkur hádegismat og þurftum að stoppa margoft á leiðinni til að skoða spegilmyndir okkar í búðargluggunum. Þetta var eins og hliðstæður veruleiki. Við vorum svo líkar; hún brást við öllu nákvæmlega eins og ég. Við erum báðar vandræðalegar að eðlisfari, hún þarf ekki að afsaka sig við mig og hún skilur mig fullkomlega líka,“ segir hún. Þær sendu munnvatn úr sér til greiningar og niðurstöðurnar staðfestu að þær væru eineggja tvíburar. „Þegar læknirinn greindi okkur frá niðurstöðunum sagði hann okkur að faðmast svo það er það sem við gerðum. Allir í kringum okkar fögnuðu eins og einhver hefði unnið fótboltaleik,“ segir Bordier. Frásögn Anaïs Bordier má lesa í heild sinni á vef the Guardian. Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
„Í desember 2012 var ég í London, að læra fatahönnun, þegar samnemandi minn setti Youtube-myndband af mér á Facebook-síðuna mína. En ég hef aldrei gert Youtube-myndband á ævinni. Þegar ég horfði á það áttaði ég mig á því að þetta væri ekki ég eftir allt saman, heldur var þetta bandarísk stelpa sem leit nákvæmlega út eins og ég.“ Svona hefst frásögn Anaïs Bordier af því þegar hún, fyrir tilstilli myndbandadreifisíðunnar Youtube, fann tvíburasystur sína sem hún hafði aldrei séð og vissi ekki af. Í pistli á vef the Guardian segir hún frá því hvernig hana hafði alltaf grunað að hún væri ættleidd. Hún sé fædd í Busan í Suður-Kóreu en ólst upp í Frakklandi hjá fólki sem var allsendis ólíkt henni, með ljóst hár og blá augu. Þegar myndbandið kom fram á sjónarsviðið sagði hún að allur vafi hafi verið tekinn af. „Ég horfði á myndbandið aftur og aftur í leit að einhverjum mun á okkur en við vorum nákvæmlega eins, að frátöldum fötunum og hreimnum,“ sagði Bordier sem átti í miklum erfiðleikum með að hafa upp á systur sinni. Það var ekki fyrr en mánuði síðar sem hún rak augun í stiklu fyrir nýja kvikmynd að hún komst á sporið. Hún fletti upp leikurum myndarinnar og fann þannig nafn systur sinnar, Samantha Futerman.Þetta blasti við Bordier á IMDB þegar hún fletti systur sinni upp.Vísir/skjáskot„Ég komst að því að hún var fædd í Suður-Kóreu þann 19. nóvember árið 1987, sama dag og ég. Mér brá svo mikið að ég þurfti að fara úr strætisvagninum sem ég var í. Ég hringdi í mömmu og hún sagði það sem ég hafði óttast: „Heldurðu að hún gæti verið tvíburasystir þín?“ Bordier var lengi að skrifa bréfið sem hún sendi systur sinni en í því bað hún hana að skoða myndirnar sem Bordier átti af sér á Facebook-síðu sinni. Þegar tvíburasystirin hafði loks samband sendi hún Bordier mynd af ættleiðingarskjölunum sínum – þær höfðu fæðst á sama sjúkrahúsinu. Þær töluðust við á Skype og komust að því að þær höfðu sömu kækina, talandann og þá voru þær með svipaða hárgreiðslu.Potaði í hausinn á henni Ekki leið á löngu áður en þær ákváðu að hittast og þær sér mót í maí síðastliðnum í Lundúnum. „Ég var hrikalega stressuð,“ segir Bordier. „Þegar ég sá Sam í fyrsta skipti reyndi ég að stara ekki en hún byrjaði bara að hlæja. Ég gekk vandræðalega upp að henni og potaði í hana, mig langaði bara að snerta hana. Ég vissi hvað ég átti að gera,“ segir hún ennfremur. „Við fórum og fengum okkur hádegismat og þurftum að stoppa margoft á leiðinni til að skoða spegilmyndir okkar í búðargluggunum. Þetta var eins og hliðstæður veruleiki. Við vorum svo líkar; hún brást við öllu nákvæmlega eins og ég. Við erum báðar vandræðalegar að eðlisfari, hún þarf ekki að afsaka sig við mig og hún skilur mig fullkomlega líka,“ segir hún. Þær sendu munnvatn úr sér til greiningar og niðurstöðurnar staðfestu að þær væru eineggja tvíburar. „Þegar læknirinn greindi okkur frá niðurstöðunum sagði hann okkur að faðmast svo það er það sem við gerðum. Allir í kringum okkar fögnuðu eins og einhver hefði unnið fótboltaleik,“ segir Bordier. Frásögn Anaïs Bordier má lesa í heild sinni á vef the Guardian.
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira