Fann tvíburasystur sína á Youtube Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2015 10:18 Anaïs Bordier og Samantha Futerman hafa báðar gaman af því að sigla á brimbrettum og fara oft á ströndina þegar þær hittast. Mynd/twitter „Í desember 2012 var ég í London, að læra fatahönnun, þegar samnemandi minn setti Youtube-myndband af mér á Facebook-síðuna mína. En ég hef aldrei gert Youtube-myndband á ævinni. Þegar ég horfði á það áttaði ég mig á því að þetta væri ekki ég eftir allt saman, heldur var þetta bandarísk stelpa sem leit nákvæmlega út eins og ég.“ Svona hefst frásögn Anaïs Bordier af því þegar hún, fyrir tilstilli myndbandadreifisíðunnar Youtube, fann tvíburasystur sína sem hún hafði aldrei séð og vissi ekki af. Í pistli á vef the Guardian segir hún frá því hvernig hana hafði alltaf grunað að hún væri ættleidd. Hún sé fædd í Busan í Suður-Kóreu en ólst upp í Frakklandi hjá fólki sem var allsendis ólíkt henni, með ljóst hár og blá augu. Þegar myndbandið kom fram á sjónarsviðið sagði hún að allur vafi hafi verið tekinn af. „Ég horfði á myndbandið aftur og aftur í leit að einhverjum mun á okkur en við vorum nákvæmlega eins, að frátöldum fötunum og hreimnum,“ sagði Bordier sem átti í miklum erfiðleikum með að hafa upp á systur sinni. Það var ekki fyrr en mánuði síðar sem hún rak augun í stiklu fyrir nýja kvikmynd að hún komst á sporið. Hún fletti upp leikurum myndarinnar og fann þannig nafn systur sinnar, Samantha Futerman.Þetta blasti við Bordier á IMDB þegar hún fletti systur sinni upp.Vísir/skjáskot„Ég komst að því að hún var fædd í Suður-Kóreu þann 19. nóvember árið 1987, sama dag og ég. Mér brá svo mikið að ég þurfti að fara úr strætisvagninum sem ég var í. Ég hringdi í mömmu og hún sagði það sem ég hafði óttast: „Heldurðu að hún gæti verið tvíburasystir þín?“ Bordier var lengi að skrifa bréfið sem hún sendi systur sinni en í því bað hún hana að skoða myndirnar sem Bordier átti af sér á Facebook-síðu sinni. Þegar tvíburasystirin hafði loks samband sendi hún Bordier mynd af ættleiðingarskjölunum sínum – þær höfðu fæðst á sama sjúkrahúsinu. Þær töluðust við á Skype og komust að því að þær höfðu sömu kækina, talandann og þá voru þær með svipaða hárgreiðslu.Potaði í hausinn á henni Ekki leið á löngu áður en þær ákváðu að hittast og þær sér mót í maí síðastliðnum í Lundúnum. „Ég var hrikalega stressuð,“ segir Bordier. „Þegar ég sá Sam í fyrsta skipti reyndi ég að stara ekki en hún byrjaði bara að hlæja. Ég gekk vandræðalega upp að henni og potaði í hana, mig langaði bara að snerta hana. Ég vissi hvað ég átti að gera,“ segir hún ennfremur. „Við fórum og fengum okkur hádegismat og þurftum að stoppa margoft á leiðinni til að skoða spegilmyndir okkar í búðargluggunum. Þetta var eins og hliðstæður veruleiki. Við vorum svo líkar; hún brást við öllu nákvæmlega eins og ég. Við erum báðar vandræðalegar að eðlisfari, hún þarf ekki að afsaka sig við mig og hún skilur mig fullkomlega líka,“ segir hún. Þær sendu munnvatn úr sér til greiningar og niðurstöðurnar staðfestu að þær væru eineggja tvíburar. „Þegar læknirinn greindi okkur frá niðurstöðunum sagði hann okkur að faðmast svo það er það sem við gerðum. Allir í kringum okkar fögnuðu eins og einhver hefði unnið fótboltaleik,“ segir Bordier. Frásögn Anaïs Bordier má lesa í heild sinni á vef the Guardian. Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Í desember 2012 var ég í London, að læra fatahönnun, þegar samnemandi minn setti Youtube-myndband af mér á Facebook-síðuna mína. En ég hef aldrei gert Youtube-myndband á ævinni. Þegar ég horfði á það áttaði ég mig á því að þetta væri ekki ég eftir allt saman, heldur var þetta bandarísk stelpa sem leit nákvæmlega út eins og ég.“ Svona hefst frásögn Anaïs Bordier af því þegar hún, fyrir tilstilli myndbandadreifisíðunnar Youtube, fann tvíburasystur sína sem hún hafði aldrei séð og vissi ekki af. Í pistli á vef the Guardian segir hún frá því hvernig hana hafði alltaf grunað að hún væri ættleidd. Hún sé fædd í Busan í Suður-Kóreu en ólst upp í Frakklandi hjá fólki sem var allsendis ólíkt henni, með ljóst hár og blá augu. Þegar myndbandið kom fram á sjónarsviðið sagði hún að allur vafi hafi verið tekinn af. „Ég horfði á myndbandið aftur og aftur í leit að einhverjum mun á okkur en við vorum nákvæmlega eins, að frátöldum fötunum og hreimnum,“ sagði Bordier sem átti í miklum erfiðleikum með að hafa upp á systur sinni. Það var ekki fyrr en mánuði síðar sem hún rak augun í stiklu fyrir nýja kvikmynd að hún komst á sporið. Hún fletti upp leikurum myndarinnar og fann þannig nafn systur sinnar, Samantha Futerman.Þetta blasti við Bordier á IMDB þegar hún fletti systur sinni upp.Vísir/skjáskot„Ég komst að því að hún var fædd í Suður-Kóreu þann 19. nóvember árið 1987, sama dag og ég. Mér brá svo mikið að ég þurfti að fara úr strætisvagninum sem ég var í. Ég hringdi í mömmu og hún sagði það sem ég hafði óttast: „Heldurðu að hún gæti verið tvíburasystir þín?“ Bordier var lengi að skrifa bréfið sem hún sendi systur sinni en í því bað hún hana að skoða myndirnar sem Bordier átti af sér á Facebook-síðu sinni. Þegar tvíburasystirin hafði loks samband sendi hún Bordier mynd af ættleiðingarskjölunum sínum – þær höfðu fæðst á sama sjúkrahúsinu. Þær töluðust við á Skype og komust að því að þær höfðu sömu kækina, talandann og þá voru þær með svipaða hárgreiðslu.Potaði í hausinn á henni Ekki leið á löngu áður en þær ákváðu að hittast og þær sér mót í maí síðastliðnum í Lundúnum. „Ég var hrikalega stressuð,“ segir Bordier. „Þegar ég sá Sam í fyrsta skipti reyndi ég að stara ekki en hún byrjaði bara að hlæja. Ég gekk vandræðalega upp að henni og potaði í hana, mig langaði bara að snerta hana. Ég vissi hvað ég átti að gera,“ segir hún ennfremur. „Við fórum og fengum okkur hádegismat og þurftum að stoppa margoft á leiðinni til að skoða spegilmyndir okkar í búðargluggunum. Þetta var eins og hliðstæður veruleiki. Við vorum svo líkar; hún brást við öllu nákvæmlega eins og ég. Við erum báðar vandræðalegar að eðlisfari, hún þarf ekki að afsaka sig við mig og hún skilur mig fullkomlega líka,“ segir hún. Þær sendu munnvatn úr sér til greiningar og niðurstöðurnar staðfestu að þær væru eineggja tvíburar. „Þegar læknirinn greindi okkur frá niðurstöðunum sagði hann okkur að faðmast svo það er það sem við gerðum. Allir í kringum okkar fögnuðu eins og einhver hefði unnið fótboltaleik,“ segir Bordier. Frásögn Anaïs Bordier má lesa í heild sinni á vef the Guardian.
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira