„Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. júlí 2015 21:42 Róttæk hækkun á leiguverði hátt í níutíu íbúða í Reykjanesbæ, sem getur numið tugum þúsunda, setur líf fjölmargra fjölskyldna úr skorðum. Margir íhuga nú stöðu sína og sjá sér ekki annan kost færan en að flytja. Leigufélagið Tjarnarverk, sem keypti tæplega níutíu íbúðir í Keflavík, Innri-Njarðvík og Vogunum af Íbúðalánasjóði í maí, tilkynnti leigjendum á dögunum að leiguverð mun hækka um tugi þúsunda. Þessi hækkun hefur áhrif á tugi fjölskyldna. Og hjá mörgum þeirra er staðan nokkuð einföld. Annað hvort að punga út tuttugu, þrjátíu, fjörutíu þúsund krónur aukalega á mánuði, eða einfaldlega pakka saman og fara. Erna og Sigurrós eru nágrannar í Svölutjörn. Hækkun Ernu hljóðar upp á fimmtíu og fimm þúsund krónur. „Ég veit bara ekkert hvað ég á að gera,“ segir Erna Bára Magnúsdóttir, leigjandi. „Við þurfum að íhuga okkar stöðu. Þetta er of mikil hækkun.“ Sigurrós Hrefna Skúladóttir, nágranni Ernu, tekur í sama streng. „Maður er alveg tilbúinn að borga eitthvað meira og maður bjóst við því. En 40% hækkun er svolítið mikið. Þetta er ekki eitthvað sem maður dregur upp úr rassvasanum.“ Erna, Sigurrós og fleiri viðmælendur fréttastofu sem leigja hjá Tjarnarverki benda jafnframt á ástand íbúðanna og segja engan hafa komið frá fyrirtækinu til að meta eignirnar áður en ákveðið var að hækka leiguna. Valgerður Kristjánsdóttir og Sigrún Dóra Jónsdóttir búa nokkrum húsum neðar í götunni. Báðar segja að boðuð hækkun á leiguverði þýði einfaldlega eitt. Þær og fjölskyldur þeirra þurfa að flytja. „Hér eru frábærir leikskólar, við erum gríðarlega heppin með nágranna og höfum eignast gott vinafólk hér,“ segir Sigrún. „Okkur líður vel hérna,“ segir Valgerður. „Okkur langar ekki að fara úr þessari íbúð. Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða.“ Í samtali við Vísi segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, að þessi hækkun sé ekki í neinu samræmi við íbúðaverð í bænum, sem þó fer hækkandi. Engu að síður mun bærinn ekki hlutast til um málið. Leigjendur hafa leitað til Neytendasamtakanna og bíða nú eftir nýju bréfi frá Tjarnarverki. Ekki náðist í neinn hjá Tjarnarverki í dag vegna málsins en ráðgjafi hjá fyrirtækinu sagði við Vísi í gær að verið væri að gefa íbúum kost á meira öryggi með því að bjóða eins árs samning frá og með morgundeginum. Hugnist þeim ekki leiguverðið hafi þeir tíma til að finna sér annað húsnæði. Valgerður segir vonleysi og hræðslu gæta meðal íbúanna. „Þetta var svo svívirðilegt. Hvernig þeir geta leyft sér að skella þessu svona fram. Og skýla sér svo á bakvið eitthvað bull. Þó við búum á Suðurnesjunum þá eru ekkert bara bjánar sem búa hérna. Við látum ekki bjóða okkur hvað sem er.“ Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Róttæk hækkun á leiguverði hátt í níutíu íbúða í Reykjanesbæ, sem getur numið tugum þúsunda, setur líf fjölmargra fjölskyldna úr skorðum. Margir íhuga nú stöðu sína og sjá sér ekki annan kost færan en að flytja. Leigufélagið Tjarnarverk, sem keypti tæplega níutíu íbúðir í Keflavík, Innri-Njarðvík og Vogunum af Íbúðalánasjóði í maí, tilkynnti leigjendum á dögunum að leiguverð mun hækka um tugi þúsunda. Þessi hækkun hefur áhrif á tugi fjölskyldna. Og hjá mörgum þeirra er staðan nokkuð einföld. Annað hvort að punga út tuttugu, þrjátíu, fjörutíu þúsund krónur aukalega á mánuði, eða einfaldlega pakka saman og fara. Erna og Sigurrós eru nágrannar í Svölutjörn. Hækkun Ernu hljóðar upp á fimmtíu og fimm þúsund krónur. „Ég veit bara ekkert hvað ég á að gera,“ segir Erna Bára Magnúsdóttir, leigjandi. „Við þurfum að íhuga okkar stöðu. Þetta er of mikil hækkun.“ Sigurrós Hrefna Skúladóttir, nágranni Ernu, tekur í sama streng. „Maður er alveg tilbúinn að borga eitthvað meira og maður bjóst við því. En 40% hækkun er svolítið mikið. Þetta er ekki eitthvað sem maður dregur upp úr rassvasanum.“ Erna, Sigurrós og fleiri viðmælendur fréttastofu sem leigja hjá Tjarnarverki benda jafnframt á ástand íbúðanna og segja engan hafa komið frá fyrirtækinu til að meta eignirnar áður en ákveðið var að hækka leiguna. Valgerður Kristjánsdóttir og Sigrún Dóra Jónsdóttir búa nokkrum húsum neðar í götunni. Báðar segja að boðuð hækkun á leiguverði þýði einfaldlega eitt. Þær og fjölskyldur þeirra þurfa að flytja. „Hér eru frábærir leikskólar, við erum gríðarlega heppin með nágranna og höfum eignast gott vinafólk hér,“ segir Sigrún. „Okkur líður vel hérna,“ segir Valgerður. „Okkur langar ekki að fara úr þessari íbúð. Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða.“ Í samtali við Vísi segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, að þessi hækkun sé ekki í neinu samræmi við íbúðaverð í bænum, sem þó fer hækkandi. Engu að síður mun bærinn ekki hlutast til um málið. Leigjendur hafa leitað til Neytendasamtakanna og bíða nú eftir nýju bréfi frá Tjarnarverki. Ekki náðist í neinn hjá Tjarnarverki í dag vegna málsins en ráðgjafi hjá fyrirtækinu sagði við Vísi í gær að verið væri að gefa íbúum kost á meira öryggi með því að bjóða eins árs samning frá og með morgundeginum. Hugnist þeim ekki leiguverðið hafi þeir tíma til að finna sér annað húsnæði. Valgerður segir vonleysi og hræðslu gæta meðal íbúanna. „Þetta var svo svívirðilegt. Hvernig þeir geta leyft sér að skella þessu svona fram. Og skýla sér svo á bakvið eitthvað bull. Þó við búum á Suðurnesjunum þá eru ekkert bara bjánar sem búa hérna. Við látum ekki bjóða okkur hvað sem er.“
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira