Fótbolti

Kolbeinn orðaður við Real Sociedad

Talið er að Real Sociedad sæki hart í að fá Kolbein Sigþórsson til sín.
Talið er að Real Sociedad sæki hart í að fá Kolbein Sigþórsson til sín. fréttablaðið/ernir
Kolbeinn Sigþórsson er orðaður við spænska liðið Real Sociedad í hollenskum miðlum. Fullyrt er að forsvarsmenn Real Sociedad hafi flogið til Amsterdam í vikunni til að ræða við Ajax um hugsanleg kaup á íslenska framherjanum.

Kolbeinn, sem skoraði sigurmark Íslands í gær gegn Tékkum, hefur átt erfitt uppdráttar með Ajax í vetur og lítið fengið að spila. Samningur Kolbeins við Ajax rennur út eftir eitt ár og ljóst að Ajax hefur hug á að selja Kolbein í sumar.

Talið er að Ajax hafi neitað fyrsta tilboði Sociedad liðsins í Kolbein en það mun hafa falið í sér skipti á leikmönnum. Talið er að Ajax hafi ekki áhuga á því heldur vilji aðeins fá pening fyrir Kolbein.

Alfreð Finnbogason leikur sem kunnugt er með Real Sociedad og hefur átt erfitt með að vinna sér sæti í byrjunarliði liðsins. Alfreð hefur verið orðaður við lið eins og Everton og Norwich að undanförnu en hefur látið hafa eftir sér að forgangsmál sitt sé að leika áfram með Real Sociedad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×