Fótbolti

Fyrsta landsliðsmark Éders tryggði Portúgal sigur á Ítalíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Éder skorar eina mark leiksins.
Éder skorar eina mark leiksins. vísir/getty
Portúgal bar sigurorð af Ítalíu í vináttulandsleik í Genf í Sviss í kvöld.

Éder skoraði eina mark leiksins á 52. mínútu eftir fyrirgjöf Ricardos Quaresma. Þetta var fyrsta landsliðsmark Éders.

Portúgalska liðið lék án Cristianos Ronaldo í kvöld en það kom ekki að sök.

Þetta var fyrsta tap Ítalíu undir stjórn Antonios Conte sem tók við starfinu af Cesare Prandelli í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×