Sport

Ásdís vann með yfirburðum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásdís kastar í Laugardalnum í dag.
Ásdís kastar í Laugardalnum í dag. Vísir/Pjetur
Ásdís Hjálmsdóttir vann gull fyrir Ísland á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í dag er hún vann keppni í spjótkasti með miklum yfirburðum.

Besta kast hennar var 58,85 m en það kom í fjórðu umferð. Hún var nokkuð frá sínu besta en það var mjög hvasst í Laugardalnum í dag sem gerði keppendum erfitt fyrir.

Hún var 0,08 m frá mótsmeti sínu en eini keppandinn af alls fjórum sem kastaði yfir 50 m. Inga Stasiulionyte frá Mónakó varð önnur með 46,40 kasti og María Rún Gunnlaugsdóttir þriðja með 42,30 m.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×