Fótbolti

Emil lagði upp mark í jafntefli gegn Juventus

Fernando Llorente skoraði annað mark Juventus án þess að Emil og félagar kæmu vörnum við.
Fernando Llorente skoraði annað mark Juventus án þess að Emil og félagar kæmu vörnum við. vísir/getty
Emil Hallfreðsson lék allan leikinn í liði Hellas Verona sem gerði 2-2 jafntefli við Juventus í síðasta leik sínum á þessari leiktíð. Emil lagði upp fyrra mark Verona í leiknum sem Luca Toni skoraði.

Juventus komst yfir með marki Roberto Pereyra og staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Ítalíumeistara Juventus. Toni jafnaði metin eftir undirbúning Emils á 48. mínútu áður en Fernando Llorente kom Juventus aftur yfir. Það var svo Juan Taleb sem náði að jafna fyrir Verona í uppbótartíma.

Langt er síðan Juventus tryggði sér sigur í ítölsku deildinni. Verona er hins vegar í 13. sæti þegar þetta er skrifað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×