Rafael Nadal átti ekki nokkrum vandræðum með að leggja Rússann Andrey Kuznetsov af velli á Opna franska meistaramótinu í tennis. Nadal vann örugglega í þremur settum, 6-1, 6-3 og 6-2.
Nadal hefur titil að verja því hann vann þetta mót í fyrra. Nadal hefur hins vegar ekki verið upp á sitt allra besta á þessu ári en sýndi í dag að hann er gríðarlega öflugur á leirvöllum.
Ef Rafael Nadal og Novak Djokovic vinna sínar viðureignir í 4. umferð þá mætast þessir stórmeistarar í átta manna úrslitum.
Serena Williams og Maria Sharapova, tvær af bestu tenniskonum heimsins í dag, komust báðar áfram í dag. Sharapova vann öruggan sigur í sinni viðureign en Williams lenti í vandræðum Victoriu Azarenku frá Hvíta Rússlandi. Williams tapaði fyrstu lotunni en vann tvær næstu og tryggði þar með sæti sitt í 4. umferð.
Öll stóru nöfnin áfram á Opna franska

Mest lesið




Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn



