Fótbolti

Viðar bjargaði stigi fyrir Jiangsu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar jafnaði metin fyrir Jiangsu á 86. mínútu.
Viðar jafnaði metin fyrir Jiangsu á 86. mínútu. vísir/getty
Viðar Örn Kjartansson jafnaði metin fyrir Jiangsu Guoxin-Sainty þegar fjórar mínútur voru eftir gegn Guangzhou R&F F.C. í kínversku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2.

Ning Jiang kom Guangzhou yfir og þannig var staðan í hálfleik. Ang Li jafnaði metin af vítapunktinum fyrir Jiangsu á 57. mínútu.

Ang Li skoraði aftur á 73. mínútu, en það var hins vegar í eigið mark og Guangzhou komið í 2-1.

Það var hins vegar Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson sem jafnaði metin þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum og lokatölur 2-2.

Viðar spilaði allan leikinn sem og Sölvi Geir Ottesen, en Jiangsu er í sjötta sæti. Guangzhou er í fimmta sæti, en bæði liðin eru með fimmtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×