Enski boltinn

Stevenage vill fá Sheringham

Sheringham fagnar frægu marki sínu gegn Bayern München í úrslitum Meistaradeildarinnar árið 1999.
Sheringham fagnar frægu marki sínu gegn Bayern München í úrslitum Meistaradeildarinnar árið 1999. vísir/getty
Gamla markamaskínan Teddy Sheringham er að fara að skella sér í knattspyrnuþjálfun af fullum krafti.

Hann hefur nú fengið leyfi hjá West Ham til þess að ræða við D-deildarliðið Stevenage um stjórastarfið hjá félaginu.

Sheringham hefur ekki verið stjóri félags áður en hefur verið að undirbúa sig fyrir frama á þeim vetvangi. Hann hefur verið þjálfari sóknarmanna West Ham í vetur.

Á ferli sínum spilaði Sheringham 51 landsleik fyrir England og skoraði 11 mörk. Hann lék lengst af með Tottenham og Man. Utd í enska boltanum.

Síðasta félag hans var Colchester en hann lék með liðinu árið 2008 og lagði svo skóna á hilluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×