J.J. Abrams íhugaði að drepa Jar Jar Binks Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2015 16:41 J.J. Abrams Vísir/Getty Margir voru á því að ýmislegt hrjáði þær Stjörnustríðsmyndir sem George Lucas sendi frá sér á síðasta áratug. Myndirnar sögðu frá því hvernig hinn litli ljúfi Anakin Skywalker verður að Svarthöfða en hann var ekki eina persónan í þeim myndum. Þeirra á meðal var annars ein allra hataðasta persóna Stjörnustríðsbálksins, Gunganinn Jar Jar Binks frá plánetunni Naboo. Binks er svo hataður að meira segja J.J. Abrams, sem leikstýrir sjöundu myndinni í Stjörnustríðsbálknum, Star Wars: The Force Awakens, íhugaði að drepa Binks.Blaðamaður Vanity Fair hitti nýlega Abrams þar sem þeir ræddu þessa væntanlegu mynd og sat leikstjórinn í klippiherberginu þegar hann benti á einn skjáinn og sagði: „Ég hef meira segja íhugað að koma beinum Jar Jar Binks fyrir þarna í eyðimörkinni. Mér er alvara,“ sagði Abrams. Ekki eru þó taldar miklar líkur á að Binks fái slæma meðferð í The Force Awakens. Abrams sagði við Vanity Fair að það sé ekki hægt að troða hverju sem er á kvikmyndaskjáinn, það verði að passa við söguna. Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Margir voru á því að ýmislegt hrjáði þær Stjörnustríðsmyndir sem George Lucas sendi frá sér á síðasta áratug. Myndirnar sögðu frá því hvernig hinn litli ljúfi Anakin Skywalker verður að Svarthöfða en hann var ekki eina persónan í þeim myndum. Þeirra á meðal var annars ein allra hataðasta persóna Stjörnustríðsbálksins, Gunganinn Jar Jar Binks frá plánetunni Naboo. Binks er svo hataður að meira segja J.J. Abrams, sem leikstýrir sjöundu myndinni í Stjörnustríðsbálknum, Star Wars: The Force Awakens, íhugaði að drepa Binks.Blaðamaður Vanity Fair hitti nýlega Abrams þar sem þeir ræddu þessa væntanlegu mynd og sat leikstjórinn í klippiherberginu þegar hann benti á einn skjáinn og sagði: „Ég hef meira segja íhugað að koma beinum Jar Jar Binks fyrir þarna í eyðimörkinni. Mér er alvara,“ sagði Abrams. Ekki eru þó taldar miklar líkur á að Binks fái slæma meðferð í The Force Awakens. Abrams sagði við Vanity Fair að það sé ekki hægt að troða hverju sem er á kvikmyndaskjáinn, það verði að passa við söguna.
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira