Enski boltinn

Fellaini felldi tár þegar Moyes var rekinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fellaini og Moyes á blaðamannafundi.
Fellaini og Moyes á blaðamannafundi. vísir/getty
Marouane Fellaini, miðjumaðurinn hárprúði hjá Manchester United, segir að hann hafi grátið þegar David Moyes var rekinn frá United á síðustu leiktíð.

Fellaini fylgdi Moyes frá Everton sumarið 2013, en Moyes var rekinn einungis tíu mánuðum síðar.

„Þegar hann fór var ég sár. Við heyrðum þetta í útvarpinu og sáum þetta í sjónvarpinu, en þetta var eftir tap gegn Everton," sagði Fellaini við So Foot dagblaðið.

„Ég vissi ekki hvort þetta væri satt eða ekki. Síðan kom ég daginn eftir á æfingarvöllinn og sá hann í jakkafötum, en ekki æfingargallanum. Þá sagði ég: „Þetta er endirinn."

Líkt og Moyes átti Fellaini í vandræðum á síðustu leiktíð. United keypti Belgann á 27.5 milljónir punda, en hann náði ekki að skora á sínu fyrstu leiktíð með United.

„Þetta er var furðulegt. Þegar ég var búinn að borða boðaði hann mig á skrifstofuna og sagði mér fréttirnar. Svona er boltinn."

„Það voru tár. Það er eðlilegt. Ég hafði unnið með honum í sex ár. Hann var ekki minn annar faðir, en nánast. Hann hjálpaði mér mikið," sagði Fellaini að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×