Bryndís Rún Hansen úr Sundfélaginu Óðni tryggði sér tvo Íslandsmeistaratitla í kvöld á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug.
Bryndís er 22 ára gömul og hefur æft með háskólaliði Southeastern Universety á Flórída í vetur þar sem hún er á öðru ári.
Bryndís byrjaði á því að vinna 50 metra skriðsundið þegar hún kom í mark á 26.15 sekúndum en þar hafði hún betur í hörku keppni á móti Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur úr SH.
Bryndís vann síðan einnig 100 metra flugsund en hún kom þar í mark á 1:02.13 mínútu og var langt á undan nöfnu sinni Bolladóttur úr Óðni sem synti á 1:05.75 mínútu. Óðinn vann þrefalt því Elín Kata Sigurgeirsdóttir tók bronsið.
Ágúst Júlíusson úr ÍA vann 100 metra flugsundið þegar hann kom í mark á 56,33 sekúndum en hann vann eftir mikla keppni við Daníel Hannes Pálsson úr Fjölni sem synti á 56,42 sekúndum.
Bryndís Rún vann tvo Íslandsmeistaratitla í kvöld

Tengdar fréttir

Eygló með Íslandsmet í 200 metra baksundi
Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi setti nýtt Íslandsmet í 200 metra baksundi á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug í Laugardalslauginni.