Enski boltinn

Það er hægt að skora úr markteignum hinum megin á vellinum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dimitar Mitov.
Dimitar Mitov. Mynd/Heimasíða CFAC
Það hafa líklega ekki verið skoruð mörg svona mörk eins og það sem Dimitar Mitov, markvörður 18 ára liðs Charlton Athletic Football Club skoraði á dögunum.

Dimitar Mitov hefur kannski verið á skotæfingu með íslenska landsliðsmanninum Jóhanni Berg Guðmundssyni en hann er allavega kominn á blað hjá átján ára liði félagsins þrátt fyrir að spila sem markvörður.

Dimitar Mitov er sautján ára Búlgari sem er nýbúinn að skrifa undir þriggja ára samning við Lundúnafélagið.

Mitov ætlaði þó eflaust bara að hreinsa boltanum fram völlinn en hann hitti boltann svona vel að hann flaug yfir allan völlinn og skoppaði að lokum yfir markvörð Coventry City.

Markvörður Coventry City var vissulega kominn alltof framarlega en skopp boltans kom honum greinilega algjörlega á óvart.

Dimitar Mitov var vel fagnað af félögum sínum og markið hans kom inn á Youtube-síðu Charlton Athletic Football Club og það er hægt að sjá það hér fyrir neðan. Þetta er sönnun þess að það er hægt að skora úr markteignum hinum megin á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×