Íslenski boltinn

Arnþór Ari skaut Breiðabliki í úrslit | KA áfram eftir vítaspyrnukeppni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Pétur Lýðsson og Finnur Ólafsson í baráttunni í dag.
Guðjón Pétur Lýðsson og Finnur Ólafsson í baráttunni í dag. vísir/ernir

Breiðablik og KA munu leika til úrslita í Lengjubikar karla, en undanúrslitin fóru fram í dag. KA fór áfram eftir vítaspyrnukeppni, en Breiðablik vann Víking í venjulegum leiktíma.

Jón Vilhelm Ákason kom ÍA yfir í fyrri hálfleik, en KA jafnaði metin. Markið var sjálfsmark eftir hornspyrnu. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma 1-1, en KA vann eftir vítaspyrnukeppni 4-2.

Athygli vekur að KA lenti í fimmta sæti í sínum riðli, en Leiknir Reykjavík og KR drógu sig úr keppni og því fór KA áfram í 8-liða úrslitin.

Breiðablik vann Víking 1-0, en Arnþór Ari Atlason skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik með þrumufleyg.

Breiðablik og KA mætast í úrslitaleiknum á fimmtudaginn í Kórnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.