Enski boltinn

Carrick áfram hjá Manchester United til ársins 2016

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carrick og van Gaal ræðast við.
Carrick og van Gaal ræðast við. vísir/getty
Michael Carrick hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Manchester United.

Carrick hefur verið lykilmaður í liði United síðan hann kom til félagsins sumarið 2006. Miðjumaðurinn hefur alls leikið 376 leiki fyrir United og skorað 23 mörk.

„Hann er varafyrirliðinn minn og er mikill liðsmaður,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, um Carrick sem verður 34 ára í lok júlí.

Carrick hefur fimm sinnum orðið Englandsmeistari með United, auk þess sem hann var í liðinu sem vann Meistaradeild Evrópu vorið 2008.

Þrátt fyrir að hafa átt góðu gengi að fagna með United hefur Carrick gengið erfiðlega að brjóta sér leið inn í enska landsliðið en landsleikirnir eru aðeins 31. Hann var þó valinn í landsliðshópinn sem mætir Litháen og Ítalíu í lok mánaðarins.

Carrick verður væntanlega í eldlínunni þegar Manchester United sækir Liverpool heim í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

Leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir

Tilraunin Rodgers fullkomnuð gegn United?

Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik helgarinnar. Tilraun Brendan Rodgers hófst með tapi á Old Trafford en hefur virkað síðan þá.

Gary Neville: Þetta er rétta leikkerfið fyrir Van Gaal

Gary Neville, knattspyrnuspekingur á Sky Sports, hrósaði liði Manchester United eftir 3-0 afgreiðsluna á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær en með sigrinum kom United-liðið sér betur fyrir í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni.

Merson spáir Liverpool sigri á móti United

Paul Merson, knattspyrnuspekingur á Sky Sports, fór yfir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en flestra augu verða örugglega á stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×