Svona stilla Carragher og Neville upp fyrir stórslaginn | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. mars 2015 11:00 Wayne Rooney er auðvitað í liði Manchester United. vísir/getty Einn stærsti leikur ársins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta fer fram á sunnudaginn þegar Liverpool tekur á móti erkifjendunum Manchester United. Leikurinn hefur mikla þýðingu að þessu sinni þar sem liðið berjast um fjórða sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni næsta vetur. Manchester United er í fjórða sætinu með 56 stig en Liverpool er með 54 stig í fimmta sæti og getur komist upp fyrir United með sigri á heimavelli á sunnudagin. Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool, og Gary Neville, fyrrverandi bakvörður og fyrirliði Manchester United, völdu byrjunarliðin sem þeir vilja sjá í leiknum í þættinum vinsæla Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi. Carragher vill ekki að Steven Gerrard, góðvinur sinn og fyrirliði Liverpool, byrji leikinn því liðið hefur spilað svo vel að undanförnu án hans. „Liðið er á góðum skriði og því er erfitt að komast í liðið. Þetta er erfitt en við lentum allir í þessu undir lok ferilsins,“ segir Carragher. Hann vill heldur ekki að Daniel Sturridge byrji leikinn þar sem hann er ekki kominn í 100 prósent stand og bara menn sem eru alveg klárir eiga að spila svona stórleik.Byrjunarlið Carraghers (3-4-3): Simon Mignolet - Emre Can, Martin Skrtel, Mamadou Sakho - Lazar Markovic, Jordan Henderson, Joe Allen, Alberto Moreno - Philippe Coutinho, Adam Lallana, Raheem Sterling. Gary Neville segir níu leikmenn pottþétta í liðið hjá Manchester United í raun tíu því hann vill hafa Daley Blind í vinstri bakverðinum. Eina spurningamerkið segir hann hvort Juan Mata haldi sæti sínu á hægri kantinum eða hvort Ángel di María komi aftur inn eftir að taka út leikbann. „Ég myndi nota Di María því hann er fljótari og United þarf á hraða í skyndisóknum að halda,“ segir Gary Neville. Þá bendir hann á að Marouane Fellaini verði líklega klínt á Emre Can og Tyrkinn látinn finna fyrir því í leiknum.Byrjunarlið Neville (4-3-3): David De Gea - Antonio Valencia, Chris Smalling, Phil Jones, Daley Blind - Ander Herrera, Marouane Fellaini, Michael Carrick - Ángel di María, Ashley Young, Wayne Rooney. Alla umræðuna má sjá hér. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira
Einn stærsti leikur ársins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta fer fram á sunnudaginn þegar Liverpool tekur á móti erkifjendunum Manchester United. Leikurinn hefur mikla þýðingu að þessu sinni þar sem liðið berjast um fjórða sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni næsta vetur. Manchester United er í fjórða sætinu með 56 stig en Liverpool er með 54 stig í fimmta sæti og getur komist upp fyrir United með sigri á heimavelli á sunnudagin. Jamie Carragher, fyrrverandi miðvörður Liverpool, og Gary Neville, fyrrverandi bakvörður og fyrirliði Manchester United, völdu byrjunarliðin sem þeir vilja sjá í leiknum í þættinum vinsæla Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi. Carragher vill ekki að Steven Gerrard, góðvinur sinn og fyrirliði Liverpool, byrji leikinn því liðið hefur spilað svo vel að undanförnu án hans. „Liðið er á góðum skriði og því er erfitt að komast í liðið. Þetta er erfitt en við lentum allir í þessu undir lok ferilsins,“ segir Carragher. Hann vill heldur ekki að Daniel Sturridge byrji leikinn þar sem hann er ekki kominn í 100 prósent stand og bara menn sem eru alveg klárir eiga að spila svona stórleik.Byrjunarlið Carraghers (3-4-3): Simon Mignolet - Emre Can, Martin Skrtel, Mamadou Sakho - Lazar Markovic, Jordan Henderson, Joe Allen, Alberto Moreno - Philippe Coutinho, Adam Lallana, Raheem Sterling. Gary Neville segir níu leikmenn pottþétta í liðið hjá Manchester United í raun tíu því hann vill hafa Daley Blind í vinstri bakverðinum. Eina spurningamerkið segir hann hvort Juan Mata haldi sæti sínu á hægri kantinum eða hvort Ángel di María komi aftur inn eftir að taka út leikbann. „Ég myndi nota Di María því hann er fljótari og United þarf á hraða í skyndisóknum að halda,“ segir Gary Neville. Þá bendir hann á að Marouane Fellaini verði líklega klínt á Emre Can og Tyrkinn látinn finna fyrir því í leiknum.Byrjunarlið Neville (4-3-3): David De Gea - Antonio Valencia, Chris Smalling, Phil Jones, Daley Blind - Ander Herrera, Marouane Fellaini, Michael Carrick - Ángel di María, Ashley Young, Wayne Rooney. Alla umræðuna má sjá hér.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Sjá meira