Enski boltinn

Van Gaal: United síðasta liðið sem ég þjálfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Louis van Gaal með eiginkonu sinni, Truus.
Louis van Gaal með eiginkonu sinni, Truus. Vísir/Getty
Louis van Gaal segir að hann ætli að setjast í helgan stein þegar að hann lýkur störfum hjá Manchester United, þar sem hann er knattspyrnustjóri.

Van Gaal tók við United í sumar og er samningsbundinn félaginu til 2017. Hann er 63 ára gamall og vill verja meiri tíma með fjölskyldu sinni.

Hann hefur á ferlinum stýrt mörgum af stærstu félagsliðum Evrópu, svo sem Barcelona, Bayern München og Ajax.

„Ég er gamall. Þetta verður mitt síðasta starf, það er víst. Ég verð að veita börnum mínum og barnabörnum meiri athygli - en líka eiginkonu minni. Þau eiga það skilið,“ sagði hann.

„Ég hef ekki tækifæri til þess núna. Ég missti til dæmis af afmæli barnabarnsins míns. Ég var ekki hrifinn af því.“

Hann segir að hann muni flytja til Portúgals með eiginkonu sinni þegar hann hættir að vinna. „Þar ætla ég að spila golf og borða frábæran mat.“


Tengdar fréttir

Van Gaal bauð lið City velkomið í rottuhlaupið

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, talaði um það eftir 3-0 sigurinn á Tottenham í gær að nágrannarnir í Manchester City séu komnir inn í baráttuna um sætin í Meistaradeildinni.

Gary Neville: Þetta er rétta leikkerfið fyrir Van Gaal

Gary Neville, knattspyrnuspekingur á Sky Sports, hrósaði liði Manchester United eftir 3-0 afgreiðsluna á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær en með sigrinum kom United-liðið sér betur fyrir í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni.

Van Gaal reiður út í fjölmiðla

Louis van Gaal, stjóri Man. Utd, var ekki ánægður með að ensku fjölmiðlarnir skildu velta sér upp úr því hvort það væru vandræði á milli hans og aðstoðarmanns hans, Ryan Giggs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×