Enski boltinn

Merson spáir Liverpool sigri á móti United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Carrick og Daniel Sturridge.
Michael Carrick og Daniel Sturridge. Vísir/Getty
Paul Merson, knattspyrnuspekingur á Sky Sports, fór yfir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en flestra augu verða örugglega á stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield á sunnudaginn.

„Liverpool er sigurstranglegra liðið í þessum leik en Liverpool má að sama skapi alls ekki tapa því þá væri liðið fimm stigum á eftir United. Það væri of mörg stig til að vinna upp á lokakaflanum," sagði Paul Merson.

„United-liðið hefur ekki spilað betur í vetur en liðið gerði á móti Tottenham um síðustu helgi. Fólk hefur talað um hversu lélegir leikmenn Spurs voru í leiknum en ég hef séð liðið spila svona illa en fagna samt sigri eins og á móti Aston Villa," sagði Merson.

„Ef United kemst nógu oft inn á síðasta þriðjunginn og ef Ashley Young fær boltann nógu mikið þá verður mikil ógn af Marouane Fellaini. Hinsvegar ef United-liðið ætlar að hefja sóknir sína á eigin vallarhelmingi og finna Belgann þaðan þá ætti Liverpool-liðið að ráða vel við það," sagði Merson.

„Þrátt fyrir að United hafi spilað mjög vel í leiknum á móti Tottenham um síðustu helgi þá spái ég því samt að Liverpool vinni þennan leik. Ég sé ekki hvernig fjögurra manna varnarlína ráði við sóknarmenn Liverpool," sagði Merson.

Paul Merson spáir Liverpool 3-1 sigri á móti Manchester United, hann spáir Chelsea 2-0 útisigri á Hull, býst við 2-0 sigri Manchester City á West Brom og telur að Arsenal vinni 3-0 útisigur á Newcastle.

Það er hægt að sjá alla spá Merson með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×