Sport

Aníta stefnir á HM fullorðinna nái hún lágmarkinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aníta Hinriksdóttir stóð sig vel í Prag.
Aníta Hinriksdóttir stóð sig vel í Prag. vísir/getty
„Ef Aníta nær lágmarkinu þá erum við svona frekar komin á það að fara á HM,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hlaupadrottningarinnar Anítu Hinriksdóttur, við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag.

Aníta hafnaði í fimmta sæti á EM fullorðinna innanhúss í Prag um síðustu helgi og nú eru hún og Gunnar Páll frekar á því að tími sé kominn til að fara á HM fullorðinna utanhúss.

„Hvernig sem gengur þá þarf hún mót þar sem hún getur keppt í þessum taktísku hlaupum,“ segir Gunnar Páll.

Ekki verður auðvelt fyrir Anítu að komast á HM sem fram fer í Peking í Kína í ágúst. Lágmarkið er 2:01,00 mínútur.

Aníta hefur aðeins einu sinni hlaupið undir 2:01,00 mínútum en það var þegar hún setti Íslandsmet sitt í Mannheim fyrir tveimur árum. Íslandsmetið er 2:00,49 mínútur.

„Ég vil endilega ná þessu HM-lágmarki. Það er mikilvægt að fá reynslu af þessum mótum og hvert hlaup skilar sér,“ segir Aníta Hinriksdóttir við Morgunblaðið.


Tengdar fréttir

Aníta: Aðalmarkmiðið var að komast í úrslit

Aníta Hinriksdóttir lenti í 5. sæti í 800 metra hlaupi á EM í frjálsum íþróttum í Prag. Hún kom í mark á tímanum 2:02,74 mínútum. Aníta er reynslunni ríkari og segist mæta sterkari til leiks á næstu stórmótum.

Aníta í fimmta sæti

Aníta náði ekki á pall í Prag í úrslitunum, en hún varð í fimmta sæti af fimm keppendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×