Enski boltinn

Palace í engum vandræðum með QPR

Alan Pardew, stjóri Palace.
Alan Pardew, stjóri Palace. vísir/getty
Crystal Palace rúllaði yfir QPR í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Palace skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik, en lokatölur urðu 3-1. QPR í veseni í fallbaráttunni.

Wilfried Zaha kom Crystal Palace yfir með marki eftir atgang í teignum, en mark hans má sjá hér. Markið kom eftir 21. mínútna leik.

James McArthur tvöfaldaði forystu Palace á 41. mínútu og mínútu síðar skoraði Joel Ward með hörkuskoti úr teignum. 3-0 í hálfleik og QPR í bullandi vandræðum.

Síðari hálfleikur var rólegri en sá fyrri. Einungis eitt mark leit dagsins ljós í síðari hálfleik og það var heldur betur af dýrari gerðinni. Matthew Phillips þrumaði boltanum af 40 metrum og í slá og inn. Markið má sjá hér.

Palace er eftir sigurinn í tólfta sæti deildarinnar með 33 stig. QPR er í nítjánda sætinu, þremur stigum frá öruggu sæti og þeir eru ekki að fara bjarga sér með svona spilamennsku. Svo mikið er ljóst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×