Enski boltinn

Reading í undanúrslit í fyrsta sinn í 88 ár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jamie Mackie hefur skorað fimm mörk í síðustu sex leikjum sínum með Reading.
Jamie Mackie hefur skorað fimm mörk í síðustu sex leikjum sínum með Reading. Vísir/Getty
Bikarævintýri enska C-deildarliðsins Bradford lauk í kvöld er Reading, sem leikur í B-deildinni, tryggði sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins með 3-0 sigri í leik þeirra í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn í 88 ár sem Reading kemst alla leið í undanúrslit keppninnar en liðin skildu jöfn þegar þau mættust á heimavelli Bradford fyrir rúmri viku, 0-0.

En góð byrjun Reading gerði nánast út um leikinn í dag. Hal Robson-Kanu og Garath McCleary komu heimamönnum í 2-0 forystu á fyrstu tíu mínútunum og vonir gestanna dvínuðu enn frekar þegar Felipe Morais fékk að líta rauða spjaldið á 63. mínútu. Stuttu síðar skoraði Jamie Mackie þriðja mark Reading.

Reading mætir ríkjandi bikarmeisturum Arsenal í undanúrslitunum á Wembley annað hvort 18. eða 19. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×