Enski boltinn

Rodgers: Mun betri í seinni hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool.
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sagði eftir 1-0 sigur liðsins á Swansea í kvöld að frammistaða hans manna í fyrri hálfleik hafi ekki verið samkvæmt væntingum.

„Mér fannst 3-4-3 leikkerfið ekki virka í fyrri hállfeik. Við vorum ekki að pressa nógu mikið á þá og þegar við fengum boltann töpuðum við honum allt of auðveldlega,“ sagði Rodgers sem hrósaði frammistöðu liðsins í síðari hálfleik.

„Við breyttum skipulaginu í seinni hálfleik en það skiptir ekki öllu máli. Það er mikilvægara að viðhorfið og krafturinn í leikmönnunum séu í lagi. En það verður að hrósa Swansea sem spilaði vel. Við náðum þó að minnka völlinn í síðari hálfleik og það skapaði vandræði fyrir þá.“

Simon Mignolet varði vel í fyrri hálfleik, meðal annars frá Gylfa Þór Sigurðssyni. „Það er engin spurning að hann er aftur kominn í sitt besta form. Við þurftum á honum að halda í fyrri hálfleik og hann hefur verið frábær.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×